Loftslagsbreytingar eru mannréttindamál

0
544
extreme weather floods

extreme weather floods

10.desember 2015. Loftslagsbreytingar eru nýjasti vígvöllur baráttunnar fyrir mannréttindum.

Í sívaxandi mæli er litið svo á að þessi tvö málefni tengist innbyrðis. Haldið er upp á Alþjóða mannréttindadaginn 10.desember ár hvert og að þessu sinni standa viðræður um nýjan Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hæst þennan dag.

Aukin tíðni ofsaveðurs og náttúruhamfara samfara loftslagsbreytingum grafa undan ýmsum mannréttindum fólks um víða veröld. Þar á meðal má nefna aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu, mat, heilsugæslu, húsnæði og þróun.

HRDAY2015 hp 1Fólk sem býr við strendur, rétt ofan við sjávarmál, á freðmýrum og við heimskautin, á þurrum svæðum og öðrum viðkvæmum vistkerfum, líður mest fyrir afleiðingarnar en eftir því sem loftslagsbreytingar ágerast, verða fleiri fyrir barðinu á þeim. Af þessum sökum krefjast loftslagsbreytingar viðbragða á heimsvísu.

„Átök, fátækt og ójöfnuður grafa undan mannréttindum, skaðvænlegum afleiðingum loftslagsbreytinga, andspyrnu gegn mannréttindum kvenna, brotum gerenda utan ríkisgeira og árásum á algild mannréttindi, lýðræði og réttarríki“, segja mannréttindasérfræðingar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í tilefni Mannréttindadagsins.

Þeir leggja einnig áherslu á nauðsyn fullrar samvinnu allra hlutaðeigandi, ekki síst ríkja.

„Það er til marks um þroska stjórnmálaleiðtoga, ef þeir viðurkenna mannréttindavanda og biðja um aðstoð og dæmi um staðfestu þeirra í að viðhalda reisn allra þegna. Áætlunin um Sjálfbæra þróun sem kennd er við 2030 er gott tækifæri til að þróa heildstæða nálgun en slík stöðug viðleitni mun um síðir bæta ástand mannréttinda.“

Þema Mannréttindadagsins í ár er „Réttindi okkar. Frelsi okkar. Alltaf“. Zeid Ra´ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að helstu mannréttindasáttmálar taki gildi um allan heim í ávarpi á Mannréttindadaginn. Fyrir höndum er eins árs löng herferð til að minnast tveggja mannréttindasáttmála sem samþykktir voru fyrir fimmtíu árum en það eru Alþjóðasamningurinn um efnahagsleg, félagsleg, og menningarleg réttindi og Alþjóðasamningurinnn um borgaraleg og pólitísk réttindi.