Loftslagsmál ofarlega á blaði í Svíþjóð

0
426

Lund Sweden

Desember 2014. Rauð-græna stjórnin í Svíþjóð lagði á stuttum valdaferli sínum 500 milljónir Bandaríkjadala (andvirði tæpra sextíu og tveggja milljarða króna) til Græna loftslagssjóðsins, eggjaði Evrópusambandið til að skera útblástur koltvýserings niður um helming og gerði græningja að varaforsætisráðherra.

GothenburgGræningjaflokkurinn var næststærsti flokkur Svíþjóðar í Evrópuþingkosningunum fyrr á þessu ári.  Svíar komust í fyrirsagnar alþjóðlegra fjölmila þegar ákveðið var í fjárlögum 2015 að láta hálfan milljarð dollara af hendi rakna til Græna loftslagssjóðs Sameinjuðu þjóðanna, en þetta er hæsta framlagið fram að þessu.  „Það er forysta af þessu tagi sem er nauðynleg til þess að sjóðurinn verði meir en nafnið tómt og gefur til kynna að stjórninni sé alvara með að berjast gegn lofstlagsbreytingum,” segir Tim Gore, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Oxfam International.

Umhverfismál hafa löngum verið Svíum ofarlega í sinni. Svíþjóð kaus að ganga lengra en þeim var skilt í minnkun útblástrar koltvýserings í Kyoto-bókuninni. Tekist hefur að minnka útblásturinn um 20% miðað við 1990. Á sama tíma hefur þjóðarframleiðsla Svíþjóðar aukist um 60%. Losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum minnkuðu um 5% á milli 2011 og 2012. Þetter er minnsta losun frá 1990, að sögn sænsku Umhverfisstofnunarinnar. 

Framtíðin og úrslit kosninga munu svo leiða í ljós hvernig þessum stefnumiðum reiðir af. Ríkisstjórnin varð undir í atkvæðagreiðslu um fjárlögin í byrjun desember og Stefan Löfven boðaði til Ticking action Stockholm Swdennýrra kosningar 22.mars 2015. Hins vegar er ljóst að óháð úrslitum kosninga eru umhverfismál ofarlega á blaði í Svíþjóð.

81% Svía telja að loftslagsbreytingar séu mesta ógn sem við sé að glíma og er það hæsta hlutfall sem um getur innan Evrópusambandsins samkvæmt Eurobarometer könnunum ESB.  Sama könnun Eurobarometer bendir einnig til að hlutfallslega flestir borgarar í Svíþjóð hafi gripið til einhverra aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum eða 80% undanfarna sex mánuði.

Það er því ekki að ástæðulausu sem Rauð-græna stjórnin lagði til að niðurskurður útblastrar skyldi vera orðinn 40% miðað við 1990, árið 2020. Þá ætti að hæta að nota jarðefnaeldsneyti í húsnæðisgeiranum fyrir sama ár og að nota ætti eingöngu hreina orkugjafa í samgöngum 2030. Til viðbótar vildi stjórnin stefna að því að leysa kjarnorku af hólmi með endurnýjanlegum orkugjöfum. 

M