Loftslagsmál, Úkraína og Heimsmarkið í brennidepli á fundi Guterres og ESB

0
181
António Guterres ásamt Charles Michel forseta ráðherraráðs ESB.
António Guterres ásamt Charles Michel formanni ráðherraráðs ESB. Mynd: Miranda Alexander-Webber/UNRIC

Evrópusambandið. Sameinuðu þjóðirnar. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sat í dag fund leiðtoga 27 aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel. 

„Þessi heimsókn er dæmi um framúrskarandi samstarf Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna á mikilvægu augnabliki,” sagði Guterres á fundi með blaðamönnum fyrir fund með ráðherraráði ESB.

Á fundinum voru loftslagsbreytingar, stríðið í Úkraínu og Heimsmarkmiðin til umfjöllunar.

Heimsmarkmiðin

Guterres og Charles Michel formaður ráðherraráðs ESB.
Guterres og Charles Michel formaður ráðherraráðs ESB. Mynd: Miranda Alexander-Webber/UNRIC

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun þokast aftur á bak. Hungur og fátækt aukast, menntun og heilsugæslu hrakar í mörgum heimshlutum. Og það er ljóst að alþjóðlegt fjármálakerfi okkar er ekki hannað til að takast á við svo stóra áskorun,” sagði Guterres.

Hann bætti við að „það er að mörgu leyti á valdi Evrópusambandsins að taka forystu um þá umbreytingu sem er nauðsynleg til þess að Áætlun 20230 nái sér á skrið.”

 Loftslagsbreytingar

Guterres gerði einnig síðustu skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), og þá dramatíska lýsingu sem þar er að finna, að umtalsefni. „Við erum nærri vatnaskilum og ef við náum ekki áttum verður ómögulegt að takmarka hlýnun jarðar við 1.5 gráðu. Við þurfum að hraða aðgerðum og enn einu sinni treystum við að forystu ESB.”

Guterres í miðju ásamt Ursula von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB og Charles Michel formanni ráðherraráðsins
Guterres í miðju ásamt Ursula von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB og Charles Michel formanni ráðherraráðsins. Mynd: Miranda Alexander-Webber/UNRIC

Úkraína

Loks var innrás Rússa í Úkraínu á dagskránni. Hún hefur að sögn Guterres „valdið mikilli þjáningu hjá úkraínsku þjóðinni. Hún hefur einnig haft mikil áhrif í öllu heiminum og við munum nota tækifærið og skiptast á skoðunum um hvernig takast ber á við þessar áskoranir,” sagði aðalframkvæmdastjórinn.