Mannréttindi á Íslandi á dagskrá SÞ

0
490
Iceland flags

Iceland flags

27.október 2016. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna tekur mannréttindástandið á Íslandi til reglubundinnar yfirferðar þriðjudaginn 1.nóvember í Genf. 

Þetta er í annað skipti sem farið er í saumana á mannréttindaástandinu á Íslandi á vettvangi ráðsins. Öll ríki heims verða að gera slík reikningsskil í mannréttindamálum með reglubundnu milli í svokallaðri Universal Periodic Review (UPR) á fundi sérstaks vinnuhóps. Hægt er að fylgjast með yfirferðinni í beinni útsendingu á netinu.

Ísland er eitt 11 ríkja sem verða til umfjöllunar í fundahrinu vinnuhópsins dagana 10.október til 11.nóvember. Fyrsta yfirferð um Ísland af þessu tagi var 10.október 2011.

Þau gögn sem liggja til grundvallar yfirferðinni eru: 1) landsskýrsla – upplýsingar sem viðkomandi ríki sem er til umfjöllunar, veitir. 2) Upplýsingar úr skýrslum óháðra mannréttindasérfræðinga- og hópa, sem ganga undir heitinu Sérstakar málsmeðferðir (Special Procedures), aðila sem halda utan um mannréttindasáttmála og annara aðila innan Sameinuðu þjóðanna. 3) upplýsingar sem koma frá öðrum sem hlut eiga að máli, svo sem mannréttindastofnunum innan hvers lands, heimshlutasamtökum og félagasamtökum úr röðum borgaralegs samfélags.

HRCouncilÁ meðal þeirra málefna sem nefnd eru í fyrirliggjandi gögnum eru: stofnun Mannréttindastofnunar í samræmi við Parísar-grundvallarreglurnar, og landsáætlun um mannréttindi; vernd þeirra sem höllustum standa fæti, svo sem barna, fólks með fötlun, eldra fólks og farandfólks. Þá má nefna réttarvörslu í málefnum sem tengjast heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi, viðleitni til að efla jafnrétti kynjanna og tryggja réttindi foreldra. Einnig eru nefnd til sögunnar barátta gegn mismunun; viðbrögð við hatursglæpum og hatursáróðri, þar á meðal á samskiptamiðlum; viðleitni við að bregðast við mansali; aðgangur að húsnæði á viðráðanlegu verði og fullnægjandi opinber heiilsugæsla; lágmarkstekjutrygging og skuldaleiðrétting; staðfesting alþjóðlegra mannréttindasáttmála, þar á með valkvæða viðaukans við Sáttmálann gegn pyntingum, og endurskoðun stjórnarskárinnar.

Hægt er að nálgast skýrslurnar þrjár sem liggja til grundvallar umfjölluninni um Ísland 1.nóvember næstkomandi, hér.

Reglubundin yfirferð (UPR) er ferli sem felur í sér reglubundna yfirferð um stöðu mannréttindamála í öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Frá því hún hófst í apríl 2008 hafa mannréttindi í öllum 193 ríkjunum verið tekin til meðferðar einu sinni og fjallað hefur verið fram að þessu öðru sinni um mannréttindi í alls 182 ríkjum. Í annari hrinunni hefur kastljósinu verið beint að þróun mannréttinda í viðkomandi ríki frá því fyrsta umfjöllunin fór fram. Ríkjum gefst kostur á að tíunda þau skref sem stigin hafa verið til að hrinda í framkvæmd úrbótum sem mælt var með í fyrstu yfirferðinni. Annari hrinu yfirferðarinnar lýkur með komandi fundahrinu í næstu viku.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins fer fyrir sendinefnd Íslands. Fulltrúar þriggja ríkja flytja framsögu um Ísland, en þau eru Alsír, Venesúela og Filippseyjar. 

UPR vinnuhópurinn samþykkir ráðleggingar til Íslands og verða þær kynntar 4.nóvember. Þeim ríkjum sem til umfjöllunar eru, gefst kostur á að lýsa afstöðu sinni til ráðlegginga.  

Nánari upplýsingar um reglubundnu yfirferðina (Universal Periodic Review) sjá hér. 

Útsending verður á netinu hér: http://webtv.un.org þriðjudaginn 1.nóvember 13.30-17 að íslenskum tíma.