Menntun valdeflir stúlkur í lífi og starfi

0
421
Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins
Stúlkur í Afríkuríkinu Burkina Faso. Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins. © UNFPA Burkina Faso/Théo

Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins. 130 milljónir stúkna njóta ekki skólagöngu. Eftir COVID hemsfaraldurinn hefur orðið stórfjölgun þunganna í hópi stúlkna sem standa höllum fæti og verða í kjöfarið af skólagöngu. Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins er haldinn 11.október.

 Þessu til viðbótar má nefna að stúlkum í Afganistan var vikið úr skóla eftir valdatöku Talíbana fyrir ári. Margar þeirra, sérstaklega stúlkur sem líða fyrir fátækt og/eða búa á afskekktum stöðu, súpa seyðið af ástandinu og eru þvingaðar í snemmbær hjónabönd og barneignir á unglingsaldri.

Kynjahalli í tækni- og raunvísindagreinum

Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins
Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins

Á heimsvísu ljúka fjórar af hverjum fimm stúlkum grunnskóla en aðeins tvær af fimm framhaldsskóla. Minni kröfur til stúlkna í námi, að lestri undanskildum er þeim síðar fjötur um fót. Þær þróa síður með sér hæfni sem liggur til grundvallar starsferli á stafrænu sviði, eða í vísindum, tækni, verkfræði eða stærðfræði – svokölluðum STEM-greinum. Þessu til viðbótar má nefna skort á fyrirmyndum.

Enn og aftur leiðir þetta til þess að stúlkur skortir þá sjálfsmynd og hæfileikak sem til þarf. Kann þetta að leiða til þess að þær verði skildar eftir út undan í því að öðlast þá hæfni sem fjórða iðnbyltingin krefst. Þar má nefna nýsköpun og gagnrýna hugsun, lausn vandamála og frumkvöðlastarf. Unglingsstúlkur hætta of oft í skóla án þeirra hæfileika sem þarf til að ná árangir í störfum 21.aldarinnar.

Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins
Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins

Þessa stundina eru 1.1 milljarður stúlkna að leggja grunn að framtíð sinni. Á hverjum degi flytja þær mörk og ryðja hindrunum úr vegi. Þær takast á við málefni á borð við barna-hjónabönd, ójöfnuð í menntun og heilsugæslu, ofbeldi, og loftslagsóréttlæti. Stúlkur hafa sýnt og sýna enn að ekkert stöðvar þær.

 Okkar tími er núna – okkar réttindi, okkar framtíð

 Margt er ógert þegar jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er annars vegar. Afnám hvers kyns mismununar gagnvart konum og stúlkum snýst ekki aðeins um mannréttindi, heldur einnig margföldunaráhrif á öðrum sviðum þróunar.

Eitt skref fram á við var tekið á fyrsta leiðtogafundi um umbreytingu menntunar á vettvangi Sameinuðu þjóðannna. Honum var ætlað að stuðla að því að gripið sé til nauðsynlegra aðgerða til að leysa menntunarkreppuna og til stuðnings jafnrétti til menntunar.

Óþrjótandi möguleikar kvenna

Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsinsReynslan sýnir að ef þær 600 unglingsstúlkna, sem nú eru í heiminum, öðlast hæfni og tækifæri, munu þær eru reynast aflvakar framfara, ekki aðeins í þágu kvenna heldur fullt eins mikið drengja og karla. Valdefling kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna eru þýðingarmikil í því að þoka áfram Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Mikilvægt er við öll gerum reikningsskil og fjárfestum í framtíð, sem trúir á virkni, forystu og möguleika kvenna.

„Við ættum að hugsa um bjarta framtíð. Mín skilaboð til ungra stúlkna er að gefast ekki upp. Það er allt í lagi að vera hrædd. Það er allt í lagi að gráta. Allt slíkt er í lagi. En að gefast upp kemur ekki til greina. Eftir hverja myrka nótt, kemur bjartur morgundagur,“ segir Mursal Fasihi, 17 ára gömul afgönsk stúlka sem neitar að gefa upp vonina um að snúa aftur á skólabekk.

Tíunda skipti

19.desember 2011 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þess efnis að 11.október ár hvert skyldi vera Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins. Dagurinn er nú haldinn í 10.skipti.

Sjá einnig:

Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins hjá Sameinuðu þjóðunum, hér.

Og hjá UNICEF hér.

Neitað um skólagöngu en neitar að gefast upp, hér.