Merkilegar myndir af 75 árum í þágu friðar

0
120
Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Friðargæsluliðar frá Júgóslavíu í neyðarsveit SÞ (UNEF) mynduðu hlutlaust svæði á milli herja Egypta og Ísraelsmann og fylgdust með vopnahléi. Mynd frá El-Arish í Egyptalandi 1957. UN Photo.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hefur tekið saman safn ljósmynda, sem sýna starf friðargæsluliða í 75 ár. Sýningin, sem opnuð var í New York, mun ferðast til margra þeirra landa sem lagt hafa til friðargæsluliða, auk þess að vera aðgengileg á netinu.

Sýningin er hluti árslangrar herferðar undir heitinu „Friður byrjar hjá mér“ í tilefni af 75 ára afmæli friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna. Herferðinni er ætlað að vekja athygli á þeim úrslitaáhrifum sem starf friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðila þeirra, getur haft á líf milljóna manna sem eru leiksoppar í vopnuðum átökum víða um heim.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Börn sem frelsuð hafa verið úr klóm vígasveita flutt í búðir í Norður-Kivu í Kongó 2019. Mynd: Jacob Cornelis Bastiaan De Lange

Myndirnar spanna alla sögu friðargæslunnar frá því fyrstu eftirlitsmenn voru sendir til Mið-Austurlanda 1948 og til þeirra tólf sveita sem starfræktar eru í dag. Þær sýna þau flóknu og margvíslegu störf sem friðargæsluliðar vinna af hendi við erfiðar og oft og tíðum hættulegar aðstæður.

Að tryggja varanlegan frið

Kínverskur lögreglumaður ræktar tengsl við heimamenn í Monroviu í starfi fyrir Sveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu 2019 (UNMIL). Mynd: Albert González Farran/UNMIL

„Í 75 ár hefur Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna lagt lóð sín á vogarskálarnar við að binda enda á átök, vernda óbreytta borgara, tryggja framgang pólítskra lausna og koma á varanlegum friði,“ segir Jean-Pierre Lacroix framkvæmdastjóri Friðargæslunnar. „Friðargæsluliðar eru venjulegt fólk sem vinnur við erfiðar og oft hættulegar aðstæður. Dæmi um árangursríkt starf þeirra má sjá í Líberíu, Namibíu, Kambódíu, Sierra Leone og Tímor-Leste.“

Friðargæslusveitir SÞ 75 ára afmæli
Kennslustund í vörnum gegn jarðsprengjum á vegum UNMA í suður Kordofan í Súdan 2017. Mynd: Johann Hattingh/UNMIS

Frá 1948 hafa meir en 2 milljónir friðargæsluliða frá 125 ríkjum starfað í 71 friðargæsluverkefni. Í dag eru 87 þúsundm manns að störfum á hættusvæðum í Afríku, Evrópu og Mið-Austurlöndum.

Rúmlega 4200 friðargæsluliðar hafa týnt lífi við störf undir fána Sameinuðu þjóðanna. Sýningunni er ætlað að minnast fórna þeirra og hvetja til aðgerða í þágu friðar.

Sýningin í New York stendur til 6.júní í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hana má einnig sjá hér.

Sjá einnig hér, hér og hér um 75 ára afmæli friðargæslunnar.

Peacekeeping-75-banner
Friðargæslusveitir SÞ 75 ára afmæli