Mest frelsi fjölmiðla á Norðurlöndum

0
441

press freedom

31. janúar 2013. Finnland er efst á lista yfir mest fjölmiðlaheimi í heiminum þriðja árið í röð. Öll Norðurlöndin eru á topp tíu, Noregur, í þriðja sæti, Danmörk númer sex, Ísland níu og Svíþjóð tíu. Það eru blaðamannasamtökin, Fréttamenn án landamæra sem taka listann saman árlega.
Fjölmiðlar eru almennt frjálsastir í Evrópusambandsríkjunum en þó syrtir sums staðar í álinn. Ítalía er í fimmtugasta og sjöunda sæti, vegna þröngrar meiðyrðalöggjafar og réttar ríkisins til að stöðva birtingu frétta. Ungverjaland hrapar niður listann og er komið í 56. sæti sökum nýlegrar löggjafar þar sem hert er að fjölmiðlum.
Hrun Grikklands niður listann um fjórtán sæti í það áttutugsta og fjórða er áhyggjuefni.  Ástæðan eru félagslegar og efnahagslegar aðstæður blaðamanna og ítrekaðar árásir öfgamanna og lögreglu. Ástandið er “skelfilegt” að mati Fréttamanna án landamæra.
 Margt er tekið til athugunar, frá löggjöf til ofbeldis gegn blaðamönnum og ekki þarf að koma á óvart að lýðræðisríki koma best út en neðst á listanum eru þrjú einræðisríki, Túrkmenistan, Norður Kórea og Erítrea.