Mikill stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar á Íslandi

0
680
Fána Sameinuðu þjóðanna
Fána Sameinuðu þjóðanna

Þorri Íslendinga er fylgljandi þáttöku Íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna (77,3%) sem og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (72,6,8%). Þá telja tveir af hverjum þremur (67,7%) að seta Íslands í mannréttindaráðinu hafi jákvæð áhrif á þróun mannréttinda á heimsvísu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið.

Langmestur stuðningur er þó við norrænt samstarf.Liðlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru fylgjandi virkri þátttöku Íslands í samstarfi Norðurlandaþjóða.

„Það er gott að fá enn á ný staðfestingu á því að viðhorf þjóðarinnar til alþjóðasamstarfs er jákvætt. Yfirgnæfandi meirihluti styður þátttöku okkar í starfi alþjóðastofnana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Norrænt samstarf

„Norræna samstarfið er í sérflokki og það er fátítt að sjá svo afgerandi niðurstöðu. Ég er líka afskaplega ánægður með stuðninginn við Sameinuðu þjóðirnar, alþjóðlega þróunarsamvinnu og setu Íslands í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur Þór.

Þá benda niðurstöðurnar einnig til þess að þjóðin sé afar fylgjandi alþjóðaviðskiptum og þróunarsamvinnu.

Könnunin var gerð dagana 3. til 12. mars síðastliðinn og eru niðurstöður hennar í samræmi við sambærilega könnun sem framkvæmd var síðasta vor. Líkt og þá telur drjúgur meirihluti þjóðarinnar að hagsæld Íslands byggist að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu (73,8%) og alþjóðlegum viðskiptum (77,5%).

Sjá nánar hér.