Móðir jörð krefst aðgerða  

0
226
Alþjóðlegur dagur móður jarðar
Alþjóðlegur dagur móður jarðar . Mynd: Markus Spiske/Unsplash

Alþjóðlegur dagur móður jarðar. Loftslagsbreytingar. Frá dögum iðnbyltingarinnar hefur verið litið á náttúruna sem þjón mannsins og umhverfisvandamál, oft og tíðum, sem tæknileg úrlausnarefni. Hins vegar er nú svo komið að 4.7 milljónir hektarar skóglendis tapast á hverju ári eða álíka og öll Danmörk. 

Árið 2009 lýsti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna því yfir að 22.apríl ár hvert skyldi haldinn Alþjóðlegur dagur móður jarðar. Tilgangurinn er að minna á að jörðin og vistkerfi hennar liggja til grundvallar lífi og lífsviðurværi jarðarbúa.

 Loftslagið er framtíð okkar

Alþjóðlegur dagur móður jarðar
Allt að ein milljón tegunda er í útrýmingarhættu. Pandabirnir eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytingar. Mynd: © Jay Wennington/ Unsplash

Náttúran þjáist. Ef við sinnum ekki plánetunni okkar, verður líf okkar óbærilegt. Nú þegar glímt er við ýmis konar loftslags-áskoranir er enn mikilvægara en ella að minna á þetta. Meðalhiti á jörðinni fer hækkandi, jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, sjórinn hlýnar og súrnar og öfgakennt veðurfar verður sífellt algengara.

 Draga ber úr losun gróðurhúsalofttegunda

Alþjóðlegur dagur móður jarðar
Bráðnun jökla er fylgifiskur loftslagsbreytinga. Mynd: © Danting Zhu/Unsplash

Plánetan hefur að jafnaði hlýnað um 1.1°C af völdum mannlegrar virkni. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun þessi hlýnun halda áfram. Enn sem komið er hefur ekki tekist að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnuninni innan 1.5-2°C, eins og vísindamenn telja nauðsynlegt. Með hverju broti úr gráðu eykst hættan fyrir náttúruna og jarðarbúa. Minnka ber losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030 og ná nettó-núll losun fyrir 2050. Til þess að svo megi verða þarf að grípa til róttækra aðgerða og skera niður losun skjótt og varanlega.

Áhrif mannsins á umhverfið

Alþjóðlegur dagur móður jarðar
Hvorki loft né vatnsmengun fylgir vindmyllum. Mynd: © Dan Meyers/Unsplash

Offjölgun, ofneysla, plastframleiðsla, eyðing kóralrifja, mengun, brennsla jarðefnaeldsneytis  og eyðing skóga eru á meðal þess sem maðurinn hefur á samviskunni og hafa valdið loftslagsbreytingum, eyðingu jarðvegs, og spilt andrúmslofti og neysluvatni.

Afleiðingarnar eru að grafið er undan fæðuöryggi og drykkjarvatnsframboði. Heilbrigðisvandi eykst, efnahagslegur ójöfnuður fer vaxandi, átök magnast,  flóttamönnum og farandfólki fjölgar, náttúruspjöll færast í vöxt og fjölbreytileiki náttúrunnar tapast.

Að sjá afleiðingarnar

Alþjóðlegur dagur móður jarðar
Virkni mannsins hefur miklar afleiðingar á plánetuna okkar. Rekja má tvo-þriðju hluta losunar gróðurhúsalofttegunda til einkaheimila. Mynd: © Chris LeBoutillier/Unsplash

Loftslagsbreytingar eiga sér stað um víða veröld. Hins vegar birtast hættulegar afleiðingar og breytingar á ólíkan hátt. Sumir heimshlutar og sum íbúasvæði eru viðkæmari fyrir loftslagsbreytingum en önnur Þeir sem minnsta sök eiga á losun gróðurhúsalofttegunda gjalda hæsta verðið. Sums staðar hefur hafa orðið breytingar á úrkomum ýmist með þeim afleiðingum að flóð hafa orðið eða þurrkar, auk þess sem hitabylgjur eru algengari og svæsnari en áður.

Sjötta matsskýrsla IPCC

Alþjóðlegur dagur móður jarðar
Mynd: NASA

Sjötta matsskýrsla Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) gefur góða og yfirgripsmikla mynd af því hvernig loftslagsbreytingar af mannavöldum herja á plánetuna og hvað ber að gera til að takast á við vandann. Samkvæmt skýrslunni eru fjölmargar og skilvirkar aðferðir í boði til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast loftslagsbreytingum af mannavöldum. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að við höfum aldrei verið betur í stakk búin til að leysa loftslagsvandann.  Grípa þarf til tafarlausra aðgerða til að finna rétt jafnvægi á milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þarfa núverandi og komandi kynslóða.

Réttar aðgerðir nú geta umbreytt framtíðinni

 Sérfræðingar telja að enn sé tími til að forðast neikvæðustu áhrifin með því að takmarka og draga úr losun, þannig að hún hverfi með öllu eins fljótt og hægt er. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og almennir bogarar verða að grípa til aðgerða, séstaklega í þeim hagkerfum sem lengst eru komin.

Allir geta lagst á árarnar við að takmarka hlýnun jarðar. Val okkar skiptir máli og með því að velja þær leiðir sem minnst skaða umhverfið, getum við lagt lóð okkar á vogarskálarnar við að hlúa að plánetunni okkar. Þau tíu atriði sem hér eru talin upp eru góð byrjun við að leggja til atlögu við loftslagsvána.