Móðurmálið er grundvöllur annars tungumálanáms

0
330
Alþjóðleg móðurmálsdagurinn
Móðir les fyrir börnin sín. Mynd: Yadid Levy/norden.org

Tungumál. Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn. 40% heimsbyggðarinnar er ekki boðið upp á menntun á tungumáli sem fólkið talar eða skilur. Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn er haldinn 21.febrúar á vegum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar  Sameinuðu þjóðanna.  

UNESCO telur að sérhver eigi rétt á að læra á sínu eigin máli. Slíkt sé miklvægt to að bæta nám, námsárangur og félagslegan og tilfinningalegan þroska.

Alþjóðleg móðurmálsdagurinn
Á röltinu í Stokkhólmi. Mynd: Yadid Levy/norden.org

Stofnunin hvetur til og leitist við að efla fjöltungu-menntun, sem byggir á móðurmáli eða fyrsta máli. Menntun af þessu tagi miðar að því að byrjað sé á því máli sem nemandinn hefur best tök og síðan sé bætt smám saman við öðrum tungumálum.

Á alþjóðlega móðurmálsdeginum 2023 er vakin athygli á þemanu „fjöltungu-nám – nauðsyn til að umbreyta menntun.”

Fjöltungunám

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
Faðir og barn.Mynd: Magnus Fröderberg/norden.org

Fjöltungunám, sem byggir á móðurmáli, auðveldar hópum sem ekki tala ríkjandi mál, aðgang að menntun. Hér er um að ræða minniihlutahópa, til dæmis frumbyggja.

Í dag er vaxandi vitund um að tungumál leiki mikilvægt hlutverk í þróun, og tryggi menningarlega fjölbreytni og tengsl á milli menningarheima. Jafnframt hafi það hlutverki að gegna í að tryggja öllum gæða-menntun og í því að byggja upp þekkingarsamfélag í þágu allra, auk þess að geyma tungumálið menningarlega arfleifð. Þá er ónefnt hlutverk þess við að koma til skila niðurstöðum vísinda og tækni í þágu sjálfbærrar þróunar.

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
Ungar mæður í Bankastrætinu. Mynd: Yadid Levy/norden.org

Norðurlöndin eru mun alþjóðlegri en þau hafa lengst af verið. Fleiri tungumál heyrast á götum úti og íbúarnir eru af sífellt ólíkara bergi brotnir.  Þessa sjást auðvitað merki á skólabekkjum og að vissu marki í námsárangri. Af þeim sökum er þýðingarmikið að finna leiðir til að efla úrræði menntakerfisins til að mæta þörfum tví- eða fjöltyngdra nemenda í skólakerfinu.

Sumar rannsóknir benda til að vitsmunalegur árangur nemenda sé ólíkur eftir því hvort þeir eru ein- eða tvítyngdir. Rannsóknir á tvítyngdum einstaklingum benda til að þeir sem tala fleiri en eitt mál eigi auðveldar með að einbeita sér ein þeir sem hafa aðeins  eitt mál á takteinum.

Athuganir á aldurstengdum minnisglöpum benda einnig til að heilavirkni tvítyngdra sé meiri en annara.

Norðurlöndin og tungumálin

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
Móðir og dóttir á göngu í skógi í Sorgenfri í Danmörku.

Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt hvort heldur sem er gildismat, velferðarkerfi eða réttarríki. Hins vegar haf þau þróað ólíka tungumálastefnu, sem hvert byggir á eigin sögulegri reynslu.

Finnland er samkvæmt stjórnarskrá sinni tvítyngt land. Hins vegar er stöðug umræða um stöðu opinberu málanna, finnsku og sænsku og hvernig nota beri málin í stjórnsýslu og menntun.

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
Fólk í garði. Yadid Levy/Norden.org

Danir hafa ekki sérstöku tungumálalög. Hins vegar er grænlenska opinbert mál Grænlands. Svíar settu tungumálalög 2008 þar sem sænska er skilgreint sem opinbert mál. Íslendingar gerðu slíkt hið sama 2011.

Norðmenn hafa ekki sett sérstök tungumálalög. Hins vegar er til tvenns konar norska nýnorska og bókmál, og gilda sérreglur um hvort mál fyrir sig.

Ekki er hér allt upp talið enn því ekki má gleyma minnilhlutamálum á borð við samískar mállýskur en um þær gilda oft og tíðum sérlög.

Sjá einnig t.d. hér.