Mótaðu heiminn og kjóstu!

0
508

WikiHow 2.5 Generic CC BY-NC-SA 2.5

5.maí 2014. Á þessu ári gangast Sameinuðu þjóðirnar fyrir kosningum. Þessar kosningar snúast þó ekki um að kjósa stjórnmálaflokk eða velja leiðtoga ríkis.

Í þessum kosningum getur þú lagt fram þinn skerf til að móta heiminn. Í fyrsta skipti í sögunni, bjóða Sameinuðu þjóðirnar hverjum einstaklingi í heiminum að hafa sitt að segja um framtíð þróunarstarfs í heiminu. MY WORLD er skapandi frumkvæði til þess að virkja almenning til að kjósa á milli sex sviða af sextán alls sem myndi bæta líf þeirra umtalsvert. Niðurstöður kosninganna myndu síðan liggja til grundvallar ákvarðanatöku í milliríkjasamningum og tryggja að einstaklingar hafi áhrif á nýjar áætlanir á heimsvísu.

Rúmlega tvær milljónir manna í 194 ríkjum hafa þegar kosið ýmist á vefnum, með því að fylla út eyðublöð á götum úti eða í símanum. Með þessu fæst einstök mynd af því hvaða forgangsröð fólk vill fyrir framtíðina.

Af svörunum fram að þessu má ráða að helstu atriði sem fólk telur að muni bæta lífið séu góð menntun, betri heilsugæsla og aukin atvinnutækifæri. Þetta rennir stoðum undir núverandi Þúsaldarmarkmið um þróun en er líka málefna-viðbót á nýjan markmiðalista.

Corinne Woods, forstjóri Þúsaldar herferðarinnar (Millennium Campaign) leggur áherslu á að þau skilaboð sem lesa megi út úr gögnunum, það sem af er, séu: “að fólk hvar sem það býr í heiminum vill sömu grundvallarmannréttindi: heilsu, menntun og vinnu og heiðarlega stjórn sem tekur mið af óskum fólks.”

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú hleypt af stokkunum Aðgerðaviku á heimsvísu í því skyni að afla hálfrar milljónar atkvæða til viðbótar 5. til 11. Maí.

Þannig að eftir hverju ert þú að bíða? Greiddu atkvæði hér:
http://vote.myworld2015.org/

Sjá einnig: https://www.youtube.com/watch?v=yDgHSSFARJY&feature=youtu.be

Viltu leggja málefninu lið?
• Fylgstu með MY WORLD á Facebook og Twitter
• Deildu skilaboðunum með því að nota hash tag #globalvote
• Halaðu niður Android app (myworld2015) og láttu nágranna og vegfarendur útfylla könnunina.