Hálfur milljarður glímir við sykursýki

Rúmlega 420 milljónir manna um allan heim þjást af völdum sykursýki.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) spáir því að tíðni veikinnar haldi áfram að aukast ef svo fer fram sem horfir.

Á Alþjóðlegum degi sykursjúkra minnir WHO á að hægt er að hindra útbreiðsluna og hafa stjórn á henni.

Fjölskyldur 

Þema dagsins að þessu sinni er „Fjölskyldur og sykursýki.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill minna á áhrif hennar á fjölskyldur. Einnig á mikilvægi fjölskyldu sykursjúkra í að hafa stjórn á, hindra og fræða um sjúkdóminn. Mikilvægt er að fjölskyldur hafi skilning á áhættuþáttum og einkennum. Og að þær leiti læknisaðstoðar ef grunur vaknar.

Tíðni sykursýki hefur tvöfaldast frá því á níunda áratugnum. Hins vegar eru til læknisfræðileg úrræða og hægt er að koma í veg fyrir hana. Breytingar á lífsstíl þar sem heilsusamlegt mataræði og hreyfingu ber hæst, eru þungar á metunum.

Greina snemma

„Það vegur þungt að greina sykursýki snemma og aðgangur að heilsugæslu er ekki síður mikilvægur og því úrslitaatriði að ná markmiðum um heilsugæslu fyrir alla fyrir 2030“, segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á Alþjóðlega sykursýkisdeginum 2019.

Í ávarpinu bendir Guterres á að sykursýki hafi ekki einungis áhrif á líkamlegt heilbrigði heldur einnig aðra þætti. „Sykursýki grefur undan heilsunni og menntunar- og atvinnumöguleikum margra. Hún efur neikvæð áhrif á samfélagið og getur orðið til þess að steypa fólki í fátækt vegna himinhárra útgjalda.“

Beint er sjónum að sykursýki í heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Stefnt er að því að „draga úr ótímabærum dauðsföllum af völdum sykursýki og annara ósmitandi sjúkdóma fyrir 2030.“

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra