Sykursýki ein tíðasta dánarorsökin

0
552
DIABETE

DIABETE

14. september 2016. Fjöldi þeirra sem deyja af völdum sykursýki í heiminum hefur meir en tvöfaldast á aðeins 35 árum.

Fjöldinn hefur farið úr 180 milljónum í 422 milljónir á þessu árabili. „Sykursýki er orðin ein algengasta dánarorsök í heiminum,“ segir Dr. Etienne Krug hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 14.nóvember er alþjóðlegur dagur sykursýki, sem nú herjar á 8.5% fullorðinna í heiminum og um 60 milljónir manna í Evrópusambandsríkjunum. Árið 2012 létust 1.5 milljónir manna úr sykursýki. Ef svo fer fram sem horfir verður sykursýki innan tíðar sjöunda algengasta dánarorsök í heiminum.

Breytt mataræði og breyttir lifnaðarhættir eru orsök aukinnar tíðni sykursýki. Dr.Krug telur að kostnaðurinn af völdum sykursýki nemi 729 milljörðum evra á ári. Sjá nánar hér.