Nærri sextán milljarða dala aukaframlögum heitið: Áhersla á að uppræta malaríu og mæðradauða

0
424

Ríkisstjórnir, sjóðir, fyrirtæki og almannasamtök hafa tekið höndum saman og heitið því að verja 16 milljörðum Bandaríkjadala aukalega til að ná Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þetta var niðurstaða sérstaks fundar um Þúsaldarmarkmiðin á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York 25. september. 
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þetta fari fram úr björtustu vonum. Af þessum 16 milljörðum verður 1.6 milljarði varið til að tryggja fæðuöryggi, 4.5 milljörðum í að bæta menntun og 3 milljörðum til að berjast gegn malaríu.

Á meðal þeirra sem viðstaddir voru þegar tilkynnt var um átakið voru auk Ban Ki-moon, Margareth Chan, forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Paula Kagame, forseti Rúanda, Jakaya Kikwete, forseti Tansaníu, Bill Gates formaður Bill & Melinda Gates Foundation, Peter Chernin, forseti News Corporation Peter Chernin og söngvarinn Bono. 

 Ban hefur boðið að haldinn verði alheimsleiðtogafundur árið 2010 til að leggja mat á hvort staðið hafi verið við fyrirheit um Þúsaldarmarkmiðin. 
D’Escoto Brockmann, forseti Allsherjarþingsins segir að þau nýju frumkvæði sem hafi verið kynnt muni auka kraft og vonir um að markmiðunum verði náð. Hann segir þó að þetta sé ekki nóg. 
“Eina leiðin til að lina þjáningar hinna fátæku í heiminum er að skapa heilbrigt og réttlátt alþjóðlegt efnahagskerfi,” sagði hann og hvatti þjóðir heims til að þoka Doha-viðræðunum áfram en þær hafa siglt í strand. “Þegar upp er staðið, ber hver þjóð ábyrgð á eigin þróun. En allir ættu að hafa sömu tækifæri til þess.” 
Leiðtogarnir hétu því að reyna að uppræta malaríu fyrir árið 2015 á fundinum um Þúsaldarmarkmiðin. Lögð var fram áætlun um þriggja milljarða dollara aukaframlag en ein milljón deyr af völdum malaríu á ári. Samkvæmt áætluninni the Global Malaria Action Plan (GMAP) er stefnt að því að helminga dauða og sýkingar fyrir 2010 miðað við 2000 með því að auka aðgang að malaríuvarnarnetum, innanhúsúðum og meðferð. Síðan á að nánast að útrýma malaríu á fimm árum þar á eftir.  
Á meðal þeirra sem viðstaddir voru þegar tilkynnt var um átakið voru auk Ban Ki-moon, Margareth Chan, forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Paula Kagame, forseti Rúanda, Jakaya Kikwete, forseti Tansaníu, Bill Gates formaður Bill & Melinda Gates Foundation, Peter Chernin, forseti News Corporation Peter Chernin og söngvarinn Bono.
 
 
Tilkynnt var um nýja áætlun til að hefla heilsugæslu með það fyrir augum að fækka konum sem látast á meðgöngu eða af barnsförum – en þetta er einmitt eitt af átta Þúsaldarmarkmiðunum.
 Átakið mun hugsanlega hafa bjargað lífi tíu milljóna kvenna árið 2015.