Norðurlönd eru „miklir vinir Sameinuðu þjóðanna“

0
843
75 ára afmæli SÞ

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Tvö Norðurlandanna, Danmörk og Noregur, voru á meðal stofnenda Sameinuðu þjóðanna. Ísland og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið ári síðar, 1946 en Finnland fékk ekki aðild fyrr en 1955.

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Fyrstu tveir aðalframkvæmdastjórarnir voru frá Noregi og Svíþjóð. Norðmaðurinn Tryggve Lie var fyrstur í röðinni, 1946-1952. Arftaki hans  Dag Hammarskjöld gegndi embættinu frá 1953 og þar til hann lést. Hammarskjöld fórst í flugslysi er hann miðlaði málum í borgarastríðinu í Kongó.

Öll eru Norðurlöndin fimm á meðal gjöfulustu meðlimum Sameinuðu þjóðanna og á ekki síður um stofnanir þeirra en samtökin sjálf. Áhugi þeirra hefur ekki síst beinst að þróunarmálum og jafnrétti kynjanna að ógleymdum rausnarlegum framlögum um til mannúðarmála. Þá eru Norðurlöndin mikilvæg í stuðningi sínum við friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna.

Öflug innan Öryggisáðsins

Fjögur Norðurlandanna fimm hafa setið í Öryggisráði samtakanna. Noregur var kosið á þessu ári í fimmta skipti til tveggja ára setu í Öryggisráðinu 2021 til 2022. Svíar sátu í ráðinu 2017-2018 og var það í fjórða skipti sem þeir náðu kjöri. Danir hafa setið jafnoft í ráðinu eða fjórum sinnum og Finnar einu sinni.

75 ára afmæli SÞ
Erna Solberg forsætisráðherra og a Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra fagna kjöri Noregs í öryggisráðið 17.júní 2020. Marte Lerberg Kopstad/Norsk utanríkisráðuneytið

Ekki fer hjá því að Norðurlöndin hafi haft meiri áhrif innan ráðsins en íbúafjöldi þeirra segir til um. Norðurlandabúar sem eru samtals um 27 milljónir hafa fjórtán sinnum átt aðildarríki að ráðinu. Til samanburðar má nefna að Indverjar sem eru einn milljarður og þrjú hundruð og sextíu milljónir hafa 8 sinnum setið í ráðinu. Er þá kjörtímabilið sem hefst um áramót talið með.

„Norðurlöndin eru miklir vinir Sameinuðu þjóðanna og málstaðar milliríkjasamskipa og sjálfbærrar þróunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri þeirra þegar hann ávarpaði Norðurlandaráðsþing í lok október á þessu ári.

Sjálfbær þróun og umhverfið

75 ára afmæli SÞ
Stokkhólmur

Það er ekki að ófyrisynju sem Guterres nefndi sjálfbæra þróun. Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs var formaður nefndar sem lagði grunninn að sjálfbærri þróun. Er nefnin jafnan kennd við Brundtland en hún varð síðar forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

Umhverfismál og sjálfbær þróun hafa verið Norðurlöndunum kær í starfi þeirra innan Sameinuðu þjóðanna. Svíþjóð hélt fyrstu umhverfisráðstefnu samtakanna árið 1972 í Stokkhólmi. Ein af niðurstöðunum var stofnun UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Kaupmannahöfn mikilvæg

UN City Koebenhavn, areal viewLeiðtogafundur um félagslega þróun var haldið í Kaupmannahöfn 1995 og þar var einni haldin COP15, Loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna.  Kaupmannahöfn er á síðustu árum orðin ein höfuðborga Sameinuðu þjóðanna í Evrópu.

SÞ-bærinn, FN Byen í Kaupmannahöfn eða UN City er höfuðvígi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum. Hún hýsir  City norðurálfuskrifstofur 11 stofnana innan vébanda samtakanna. Þar á meðal eru höfuðstöðvar UNOPS, Skrifstofu SÞ fyrir verkefnaþjónustu í dönsku höfuðborginni. https://www.unops.org Ekki síður er birgastöð UNICEF með viðamikla starfsemi í nágrenninu á hafnarsvæðinu. Starfstöðin í Kaupmannahöfn er sú sjötta stærsta í heimi.

Ekki má svo gleyma því að á Íslandi hefur verið rekið mennta- og vísindastarf í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar. Kennsla og rannsóknir á sviði jarðhita, sjávarútvegs, jafnréttis og landgræðslu voru áður  hluti af Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Nú er arftaki þessa starfs, Þekkingarmiðstöð Þróunarsamvinnu, GRÓ, undir verndarvæng UNESCO, Mennta-, vísínda og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.