Norðurlönd sameinist í baráttu gegn loftslagsbreytingum

0
471

Norðurlönd eru í lykilhlutverki í komandi samningaviðræðum um nýtt loftslagssamkomulag, að sögn umhverfisráðherra Paula Lehtomäki á loftslagsráðstefnu í Helsinki í dag.

Kyotobókunin rennur út 2012 og samkvæmt áætlun eiga ríki heims að koma sér saman um nýtt samkomulag um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á leiðttogafundi sem Danir halda fyrir Sameinuðu þjóðirnar 2009. Svíar verða fyrir sitt leyti í lykilhlutverki vegna formennsku sinnar í Evrópusambandinu á síðari hluta árs 2009.  

”Danmörk og Svíþjóð verða í forystuhlutverki á komandi árum. Hin Norðurlöndin ættu að leggja sig í lima við að styðja Dani og Svía af alefli í undirbúningi þeirra fyrir þessa atburði,” sagði Lehtomäki.

Ráðherrann minnti á að Norðurlöndin hefðu góðar forsendur til að láta til sín taka í baráttunni gegn loftslagsbreytingum ekki síst í krafti norrænnar samvinnu. Loftslagsbreytingar eru einmitt í brennidepli í umfangsmiklu hnattrænu átaki sem norrænu forsætisráðherrarnir ýttu úr vör á sumarfundi sínum í júní.

Bæði Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin leika mikilvægt hlutverk í því átaki. Norðurlandaráð átti frumkvæðið að ferlinu í fyrra og Norræna ráðherranefndin hefur nú axlað ábyrgð á framkvæmd samþykktar forsætisráðherranna.

Sjá nánar: http://www.norden.org/globalisering/sk/index.asp?lang=1