Noregur: Tekist á um réttinn til heilbrigðs umhverfis

0
759
Oil Norway
Glenn Beltz (CC BY 2.0)

Tveir mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að ákvæði um rétt til heilbrigðis umhverfis í norsku stjórnarskránni sé merkingarlaust, ef hæstiréttur Noregs gefi grænt ljós á leyfi til olíuleitar í máli sem er nú til umfjöllunar í réttinum.

Sérfræðingarnir birtu í gær kjallaragrein í Aftenposten um þetta mál.

Umhverfisverndarsinnar höfðuðu málið til að fá hnekkt leyfum til olíuleitar aðallega í Barentshafi. Þeir segja að leyfi brjóti í bága við réttinn til heilbrigðs umhverfis í stjórnarskránni.

mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna
Marcos Orellana sérstakur erindreki um eiturefni og úrgang

Sérfræðingarnir Sameinuðu þjóðanna höfðu áður sent réttinum svokallað «amicus curiae» álit. Þeir eru Marcos Orellana sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um hættuleg eiturefni og úrgang og David Boyd sérstakur erindreki um mannréttindi og umhverfið.

„Aðgerðirnar sem um ræðir er ætlað og munu fyrirsjáanlega valda milljóna tonna losun,“ skrifa Olleana og Boyd. „Ef Noregur samþykkir þær þá eru ákvæði stjórnarskrár um rétt til heilbrigðs umhverfis markleysa út í samhengi við loftslagsbreytingar, stærstu umhverfis-áskorun okkar tíma.“

Skúrkur eða hetja?

Í greininni spyrja sérfræðingarnir þeirrar spurningar hvort Noregur sé hetja eða bófi í loftslagsmálum. Þeir halda því fram að Norðmenn beri hvort tveggja ábyrgð og hafi úrræði til að mæta loftslags-skuldbindingum sínum.

Noregur loftslagsmál
David Boyd sérstakur erindriki um mannréttindi og umhverfið

„Noregur býr yfir auðlindum, landið er bæði fyrr og nú stór olíuframleiðandi. Losun gastegunda sem valda gróðurhúsa-áhrifum á mann er vel umfram heimsmeðaltal. Landið ber því bæði hlutfallslega mikla ábyrgð og getu til þess að takast á við loftslags-skuldbindingar sínar.“

Þeir halda því fram að málið sem er nú fyrir hæstarétti Noregs sé táknrænt fyrir vanda sem mörg ríki standi andspænis. Ljóst sé að ef allar þekktar gas- og olíulindir og kolabirgðir verði nýttar til brennslu, muni hitastig í heiminum hækka langt umfram það sem stefnt er að í Parísarsamningnum í loftslagsmálum.

Fátækari ríki bannað olíuvinnslu

Þá benda þeir á að mun fátækari ríki en Noregur, svo sem Belize og Costa Rica, hafi nú þegar bannað nýtingu olíu og gass á hafsbotni til þess að takast á við loftslagsbreytingar. Sama máli gegni um auðugari ríki eins og Frakkland og Nýja Sjáland.

„Úrskurður hæstaréttar mun hafa áhrif langt út fyrir landsteina Noregs. Hann mun varpa ljósi á hvort og hvernig hægt sé að samrýma mannréttindi við þróun olíuiðnaðar í heiminum andspænis loftslagsvánni. Spurningin er sú hvort Noregur vlji auka eða minnkai vandann?“ skrifa Orellana og Boyd í grein sinni.

Noregur loftslagsmál

Sérstakir erindrekar Sameinuðu þjóðanna eru skipaði af Mannréttindaráði samtakanna. Þeir eru sjálfstæðir og teljast ekki til starfsliðs Sameinuðu þjóðanna. Þeir fá umboð frá samtökunum til að kanna og fjalla um tiltekin mannréttindamál um víða veröld.

Hungurverkfall

Félagar í einum samtakanna sem hafa málið gegn norska ríkinu fyrir hæstarétti eru í hungurverkfalli á meðan málaferlin standa yfir. Einn hungurverkfallsmanna Jonas Kittelsen sagði í samtali við UNRIC að markmiðið væri að „vekja athygli fjölmiðla á alvarleika málsins og tvöföldu siðgæði norsku stjórnarinnar.“ Í orði kveðnu séu Norðmenn umhverfisvænir en hins vegar séu áætlanir þeirra um olíuleit 2019-2023 á meðal hinna umfangsmestu í heimi.