Norðurlandabúi mánaðarins

0
427

NOtM Caroline Åberg

Caroline Åberg frá Svíþjóð starfar í heimalandi sínu fyrir Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og sér um almannatengsl og samskipti við stjórnvöld.

Hún snéri heim eftir að hafa starfað um árabil erlendis í ríkjum á borð við Argentínu, Indónesíu og Myanmar, auk höfuðstöðvanna í New York.

Hún er norræni Norðurlandabúi mánaðarins hjá Sameinuðu þjóðunum. En hvernig atvikaðist að hún gekk til liðs við samtökin?

Ef við teljum Alþjóðabankann til stórfjölskyldu Sameinuðu þjóðanna, þá byrjaði ég sem starfsnemi þar í sex mánuði eftir að hafa verið starfsnemi hjá sænska sendiráðinu í Buenos Aires. Því næst lauk ég meistaraprófi við London School of Economic en snéri þá aftur til Alþjóðabankans sem ráðgjafi. Ég vann í ár við örlánaprógramm og sótti svo um starf hjá UNDP í Jakarta í Indónesíu. Þar vann ég við mannréttindi og góða stjórnunarhætti í næstum þrjú ár en flutist síðan til höfuðstöðvanna í New York.

Hvað var stærsta áskorunin í starfinu á vettvangi?

Stærsta áskorunin var í starfinu í New York. Á vettvangi nýtur maður meira frelsis og hefur eðlilegra samband við samstarfsaðila og alla hlutaðeigandi. Í New York er allt miklu meira pólitískt. Ég tel að það sé mikilvægt að skilja pólitíkina í þessu. Það er mikilvægt að þekkja fólk og skilja ákvörðunartöku ferlið. Mér fannst auðveldara að vera á vettvangi, nærri þeim árangri sem við leitumst eftir að ná.

Er eitthvað sérstaklega norrænt sem þú hefur fram að færa í starfinu?

NOtM Caroline Boat in MyanmarÉg held að mín gildi séu mjög norræn, þannig að ég held ég vinni með fólki á norrænan hátt, með því að reyna að ná til allra og hafa kynjasjónarmið í hávegum. Ég held ég hafi líka tilhneigingu til flatari tengsla á vinnustað en gengur og gerist. Þetta held ég að sé mjög dæmigert fyrir Svía og Norðurlandabúa. Það hafa allir eitthvað fram að færa óháð því hvaða stöðu þeir gegna. Ég velti þessu ef til vill ekki svo mikið fyrir mér en ég held að í vinnu við mannréttindi og borgaralegt samfélag, komi það mjög af sjálfu sér fyrir mig sem Norðurlandabúa að stefna að því að leyfa röddum að heyrast sem ekki hafa fengið að njóta sína áður.

Nú ertu komin aftur heim. Hvernig var að snúa aftur heim?

Það hefur verið mjög ánægulegt. Svíþjóð styður starf Sameinuðu þjóðanna og það er því ánægjulegt starfsumhverfi. Svíþjóð er líka einn helsti stuðningsaðili UNDP og náinn samstarfsaðili og ég reyni að færa Svía eins nálægt Sameinuðu þjóðunum og UNDP og ég get.

Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Hver eru næstu skref?

Óvíðar er vitund um heimsmarkmiðin eins mikil og í Svíþjóð. Ég held að 45% Svía hafi heyrt um þau, enda þótt þeir geti ekki allir sagt nákvæmlega um hvað þau snúast. Ég held að næsta skref sé að dreifa upplýsingum um heimsmarkmiðin og skýra fyrir fólki hvað það geti gert. Nýju markmiðin eru ólík þeim gömlu (Þúsaldarmarkmiðunum um þróun) að því leyti að við berum sömu ábyrgð á að hrinda þeim í framkvæmd og fátæku ríkin. Þannig að ég þarf að upplýsa stjórnvöld en einnig að vekja vitund innan hins borgaralega samfélags og á meðal almennings til að ríkisvaldið standi reikningsskil á framkvæmd áætlananna.

Hvaða ráð áttu handa þeim sem vilja starfa á vegum SÞ?

Auðvitað verður þú fyrst og fremst að hafa löngun til þess en það er ekki alltaf auðvelt að fá slíka vinnu. En ég held að tvennt sé mikilvægt. Í fyrsta lagi að læra tungumál og í öðru lagi að fara til þróunarlands á námsárunum sem sjálfboðaliði í masters-námi, til þess að öðlast reynslu frá fyrstu hendi. Það er gott vopn að hafa verið á staðnum, þekkja samhengið og tala tungumálið. Koma sér upp tengslaneti og læra tungumál!