Norðurlandabúi mánaðarins: Camilla Brückner

0
452

  Camilla-Bruckner

Camilla Brückner var skipuð forstjóri Norðurlandaskrifstofu UNDP, Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í febrúar 2012.

Hún hefur tuttugu og tveggja ára reynslu að baki af þróunar málum og stjórnunarreynslu jafnt í heimalandinu Danmörku sem og á alþjóðlegum vettvangi. Brückner var áður háttsettur embættismaðru á aðalskrifstofu UNDP og starfaði í danska utanríkisráðuneytinu í þrettán ár. Enn áður var hún starfsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fræðimaður hjá hugveitunni Center for European Policy Studies í Brussel. 

Norðurlandaskrifstofan er til húsa í hinni glænýju byggingu „UN City“ í Kaupmannahöfn og þar er Brückner ábyrg fyrir að þróa og dýpka samstarf UNDP við norræna samstarfsaðila.

UN City-Hvernig stóð á því að þú gekkst til liðs við Sameinuðu þjóðirnar?

„Ég hef lengi verið stuðningsmaður fjölþjóða samskipta og hef líka starfsreynslu hjá Evrópusambandinu. Ég óx úr grasi í alþjóðlegu umhverfi og það hefur áreiðanlega haft áhrif á mig að feta þessa leið. Ég er sannfærð um að samræður á milli ríkja og sameiginlegar lausnir séu leiðin fram á við í þágu friðar og öryggis og betri skiptingu ávaxta jarðar. Þegar mér bauðst í dönsku utanríkisþjónustunni að halda til starfa hjá fastanefnd Danmerkur hjá Sameinuðu þjóðunum, hikaði ég ekki augnablik. Þarna fékk ég tækifæri til að vinna á vettvangi Sameinuðu þjoðanna og kynnast kerfinu innanfrá. Sameinuðu þjóðirnar eru vettvangur millríkjasamskipta og þar þarf sífellt að taka tillit til andstæðra sjónarmiða og hagsmuna. Af þessum sökum eru Sameinuðu þjóðirnar ekki fullkomnar en ef þær væru ekki til, þá yrði að finna þær upp. Sameinuðu þjóðirnar sinna ótrúlega mörgum miklvægum verkefnum og bjarga stöðugt mannslífum. Á sama tíma er stöðugt unnið að sjálfbærri þróun í þágu allra. Ég hef mikla ánægju af því að vinna að málstað sem ég trúi á.“

-Hver hefur verið stærsta áskorunin á ferlinum hingað til?

„Sameinuðu þjóðirnar byggja á lýðræðislegum grundvallaratriðum, þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði og allir hafa rétt til að láta rödd sína heyrast. UNDP sem ég vinn fyrir, er einnig gagnsæ og opin stofnun. Þetta er mikilvægur grunnur en það hefur líka í för með sér að kerfið getur virkað þungt og skriffinnskulegt. Það getur tekið langan tíma að komast að niðurstöðum sem allir sætta sig við,  en á hinn bóginn eru þær fyrir vikið varanlegri. Annað slagið getur það reynt á þolinmæðina að tryggja að allir séu um borð.“

-Þú ert yfirmaður UNDP á Norðurlöndum þar sem þrjú af fimm ríkjum hafa náð því takmarki SÞ að láta 0.7% þjóðartekna renna til opinberrar þróunaraðstoðar. Finnst þér þróunaraðstoðin skila árangri?

UN Building„Norðurlöndin eru miklvægir samstarfsaðilar bæði vegna þess að þau hafa náð 0.7% markinu og vegna þess að þau eru mikilvægar stoðir fjölþjóðakerfisins og hafa mikinn áhuga á því í hvaða átt og hvernig forgangsraðað er innan þess. Það er engin vafi á því að þróunaraðstoð skilar árangri og sýnt hefur verið fram á það í mörgum rannsóknum, td. í úttekt UNU-Wider og af hálfu sjálfstæðra matsfyrirtækja. Þróunaraðstoðin hefur verið aflvaki framfara í mörgum ríkjum, en þetta er einnig sú saga sem við höfum verið að segja í átakinu „Heimsins bestu fréttir“ í Danmörku sem hópur almannasamtaka sem vinna að þróunarmálum, danska þróunarstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar, standa á bakvið.
Með því að efla þróun og útfærslu sjálfbærari stefnumiða einstakra ríkja og með því að fjárfesta í heilsugæslu, menntun og bættum stjórnarháttum, getur þróunaraðstoð átt þátt í að búa til ramma utan um stöðugleika og auknar fjárfestingar. Það getur síðan leitt til aukins vaxtar, atvinnu og velferðar og þar með aukins frelsis og stöðugleika auk þess að draga úr flóttamannastraum og bæta lífsafkomu þorra íbúa.“

UN CIty2-Sameinuðu þjóðirnar vígðu nýlega höfuðstöðvar sínar á Norðurlöndum. Það koma mörgum í Danmörku á óvart að Kaupmannahöfn er orðin ein af stærstu starfstöðvum samtakanna í heiminum. Af hverju Danmörk?

„Kaupmannahöfn er í dag sjötta fjölmennasta starfsstöð Sameinuðu þjóðanna. Það eru um það bil 1250 starfsmenn SÞ og systur-samtaka í Danmörku. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna benda sjálfar á að það eru margir kostir við Kaupmannahöfn. Vel menntað vinnuafl, traustir innviðir og öryggi auk þess að vera á miðlægu tímabelti sem gerir kleift að vinna með annars vegar starfsfólki í Afríku og Mið-Austurlöndum og hins vegar Asíu og Ameríku – allt á sama vinnudegi. Staðsetning Kaupmannahafnar er hentug í tengslum við hin Norðurlöndin sem eru mikilvægir samstarfsaðilar og styrkveitendur. Það skaðar svo ekki að danska ríkið borgar húsaleiguna í UN City!

Hvað Danmörku varðar er það hagstætt að hafa þéttan og breiðan snertiflöt við SÞ kerfið í gegnum stofnanirnar sem eru í Kaupmannahöfn. Danir eru virkir á alþjóðavettangi og gegna mikilvægu hlutverki sem veitendur þróunaraðstoðar. Af þessu leiðir að Sameinuðu þjóðirnar eru miðlægar í danski utanríkis- og þróunarpólitík. Það eru líka margar aðrar jákvæðar hliðar á viðveru SÞ í Kaupmannahöfn. Atvinnutækifæri bjóðast og aðgangur vex að útboðum. Orðstír Kaupmannahafnar sem alþjóðlegrar stórborgar vex og þetta hefur góð áhrif á alþjóðlegt fyrritækjaumhverfi Danmerkur, ferðamennsku, menningu, og svo framvegis.“