Norræn tíska á að verða sjálfbær!

0
445
Textiles MAIN Flickr slimmer jimmer 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

 Textiles MAIN Flickr slimmer jimmer 2.0 Generic CC BY NC ND 2.0

Maí 2015. Stefnt skal að því að norræn tíska verði sjálfbærust í heimi. Danmörk hefur sem forysturíki norræna samstarfsins í ár beitt sér fyrir aðgerðaáætlun með nokkrum áþreifanlegum og sjálfbærum áherslum í vefnaðariðnaðnum.

Markmiðið er að tísku- og vefnaðariðnaður verði orðinn hluti af hringlaga hagkerfinu ekki síðar en 2050. Það þýðir að líftími vörunnar lengist og hráefnið er endurunnið hvað eftir annað. UNRIC ræddi við danska umhverfisráðherrann, Kirsten Brosbøl.

„Skandinavísk hönnun er nú þegar þekkt um allan heim. Og það er okkur metnaðarmál að verða einnig þekkt fyrir að bjóða upp á sjálfbærustu tísku heims. Markmið okkar er að árið 2015 verði tíska og vefnaðariðnaður orðinn hluti af hringlaga hagkerfinu á þann hátt að líftími framleiðslunnar er lengdur og þræðir vefnaðarins er haldið innan lokaðs hrings og endurnýttir aftur og aftur,“ segir Brosbøl.

Textiles Nordic Environment MinistersNorrænu umhverfisráðherrarnir kynntu aðgerðaáætlun um þetta efni í Kaupmannahöfn í lok apríl en unnið verður eftir henni til 2017. Á meðal aðgerða er að stofna norræna akademíu um sjálfbæra tísku og hönnun. Hugmyndin er sú að hönnuðir á Norðurlöndum geti fengið þar tilsögn í því að hanna á sjálfbæran hátt.

„Tölur Evrópusambandsins benda til þess að um 80% umhverfisáhrifa við framleiðslu tiltekinnar vöru, megi rekja til hönnunarstigsins,“ segir Brosbøl. „Það eru þar að auki mörg ólík viðskiptatækifæri í grænni tísku, Norðurlönd geta tekið þátt í og verið með í að leysa umhverfisvandamál á heimsvísu og glætt á sama tíma hagvöxt og fjölgað atvinnutækifærum.“

Heimurinn eftir Rana Plaza

Í apríl fyrir tveimur árum hrundi vefnaðarverksmiðjan Rana Plaz í Bangladesh. 1129 starfsmenn týndu lífi og um 2500 slösuðust. Fórnarlömbin hafa enn ekki fengið skaðabætur greiddar.

Textiles Collapse of Dhaka Savar Building. Flickr Photo Rijans 2.0 Generic CC BY SA 2.0Löngum hefur það verið daglegt brauð að starfsmenn í vefnaðariðnaði týndu lífi við störf í Bangladesh og víðar, en eftir Rana Plaza-slysið hefur orðið vitundarvakning í fataiðnaðinum.
Meir en 200 fatamerki og fataverslanir hafa undirritað samning þar sem þau skuldbinda sig til að bæta tæknilega galla í verksmiðjubyggingum. 1900 verksmiðjur hafa undirgengist rannsókn og undirbúningur endurbygginga hafist. Á meðal þeirra sem undirritað hafa samninginn eru norræn fyrirtæki á borð við H&M, Stadium, Helly Hansen, Coop, Stockmann og Reima.

Umhverfisspjöll og lág laun

Vefnaðariðnaðurinn notar afar mikið vatn, orku, tilbúin efni og úða og er einn umfangsmesti umhverfisspillir heims og mengar umhverfið og skaðar starfsfólkið.  Vestrænir neytendur kaupa sér gallabuxur á 1500 krónur og stuttermabol á 500 krónur og því er ljóst að einhver, einhvers staðar fær verulega lág laun fyrir sína vinnu. Raunar er það svo að hver starfsmaður í fataiðnaði kostar helmingi minna í Eþíópíu en í Kína, eða aðeins 4-5 þúsund á mánuði (30-40 dollara).

Textiles Flickr Photo ILOGagnrýna má öll ódýr merki fyrir að hvetja til ofneyslu, umhverfisspjalla og fleira, en mörg þeirra hafa hins vegar tekið sig á og axlað samfélagslega ábyrgð og bjóða nú vistvæna vöru á lágu verði.

„Að mínu mati getur það verið hagkvæmt fyrir iðnaðinn að spara hráefni, til dæmis með því að endurnýta þræði vefnaðarins og efla græn vörumerki. Við sjáum nú þegar að stórfyrirtæki á borð við H&M endurnýta og nota lífrænan baðmull.”

Þetta skiptir ekki litlu máli því framleiðsla þess magns sem hver Norðurlandabúi kaupir af vefnaðarvöru, jafngildir í losun koltvýserings, ökuferð þvert yfir Norðurlönd frá Noregi í norðri til Danmerkur í suðri – á hverju ári. Eins og staðan er nú, er seint hægt að segja að vefnaðariðnaðurinn sér sérstaklega sjálfbær.

Vonandi er þetta að breytast og ekki aðeins á Norðurlöndum. Á meðal hinna sautján nýju Sjálbæru þróunarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem taka gildi um næstu áramót, er það markmið að „tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur.“

„Við vitum að núverandi hönnun, framleiðsla og neysla okkar á fötum er ósjálfbær. Við hreinlega verðum að breyta þessu og með því að taka forystu mun Norðurlöndum farnast vel þegar fram í sækir,“ segir Brosbøl.

„Sigurvegarar framtíðarinnar eru þeir sem hugsa og framkvæma af hugsjón og hringlaga. Við sjáum nú þegar dæmi um ný græn viðskiptamódel þar sem hægt er að leigja eða skiptast á fötum í stað þess að kaupa sífellt nýtt,” bætir hún við. „Dæmi um þetta er danska fyrirtækið VIGGA sem leigir út barnaföt. Þegar fötin eru orðin of lítil á barnið, tekur við ný sending af stærri fötum.“

Nýju sjálfbæru þróunarmarkmiðin verða rædd og afgreidd á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 25.til 27.september næstkomandi.

Staðreyndir:
• Hver Norðurlandabúi kaupir á milli 13 og 16 kíló af fötum á ári.

• Árið 2011 voru framleidd 34 400 tonn af vefnaðarvöru á Norðurlöndum, en þar að auki láta norræn tískufyrirtæki framleiða mikið magn í þróunarríkjum í Asíu. Nettó-innflutningur til Norðurlanda var 316 þúsund tonn árið 2012.

• Meira vatn fer í framleiðsluna en sem nemur ársneyslu þriggja manna fjölskyldu. Losun koltvýserings er á við 200 kílómetra bíltúr.

Heimild: Norræna ráðherranefndin.