Norræna fréttabréfið komið út

0
397
Olafur Photo Thomas Gislason

Olafur Photo Thomas Gislason

24.september 2015. Norræna fréttabréf UNRIC er komið út á vefnum en það er helgað Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum sem tveggja daga leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna fjallar um 25.til 27.september.

Farið er í saumana á Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum; og sérstaklega að aðgerðum gegn fátækt sem eiga einnig við á Norðurlöndum. Við ræðum við Ólaf Elíasson um nýtt hleðslutæki sem hann hefur hannað til að nota sólarorku til að knýja farsíma. Rætt er við Mogens Lykketoft, nýkjörinn forseta Allsherjarþingsins og fjallað um leikstjórann Richard Curtis sem vill gera Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun, heimsfræg!