Norræna fréttabréfið: Norðurlönd – næsta Ibiza?

0
452

 Nordic summer

5.desember 2014.  Í norræna fréttabréfi UNRIC að þessu sinni beinum við sjónum að hvernig þróunin er í loftslagsmálum á Norðurlöndum: Verðum við að stuttbuxum og hlýrabol um jólin eftir hundrað ár? Böggull fylgir skammrifi því lundastofninn er í hættu á Íslandi vegna hlýnunar sjávar. Loftslagsmál eru ofarlega á baugi nú þegar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þingar í Lima í Perú.Við lítum á aðgerðir Dana sem ætla að hætta að nota olíu, kol og gas fyrir 2050. Umhverfismál eru ofarlega á blaði í Svíþjóð, hvort sem metnaðarfullar aðgerðir skammlífu rauð-grænu stjórnarinnar verða að veruleika. Loks segir Norðurlandabúi mánaðarins, Norðmaðurinn Rein Skullerud hjá Alþjóðamatvælastofnunni frá því hvernig ljósmyndin nýtist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.