Ny von fyrir Darfur

0
521
Darfur

Darfur

9. apríl 2013. Alþjóðleg ráðstefna á vegum ríkisstjórnar Katar aflaði þriggja milljarða og sjö hundruð milljóna dollara stuðnings næstu sex árin við enduruppbyggingu og þróun í hinu stríðshrjáða Darfur héraði í Súdan.

Skipuleggjendur höfðu þó vonast til að afla rúmra sjö milljarða dollar. Fjáröflunin eru ekki einu góðu fréttirnar því friðarviðleitni virðist vera að skila árangri. Í síðasta mánuði gekk mikilvæg hreyfing uppreisnarmanna til liðs við friðarferlið sem ríkisstjórn Súdan og stærri uppreisnarhreyfing undirrituðu í Doha í júlí 2011.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði niðurstöðu fundarins í Katar. “Þróunaráætlunin fyrir Darfur sem samþykkt var er viðurkenning á því að þótt aðstæður séu ekki fullkomnar, þá er fólk reiðubúið að samþykkja breytingar,” sagði Ban.

Ban hvatti einnig ríkisstjórn Súdans til að sýna samstarfsvilja við sameiginlega sveit Afríkusambandsins og Sameinuðu þjóðanna (UNAMID), mannúðarsamtök og alþjóðlegt þróunarstarf auk þess að virða mannréttindi.
Átök blossa upp í Darfur með óreglulegu millibili. Þúsundir hafa leitað skjóls, margir með kvikfénað sinn, við búðir friðargæsluliða í Muhajeria og Labado, í austurhluta héraðsins eftir árásir og meintar loftárásir stjórnarhers.

 

Mynd: Ofbeldi gegn konum hefur verið landlæg plága í Darfur. Hér taka konur í flóttamannabúðum þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi í Zam Zam búðunum í norðurhluta héraðsins í nóvember 2012. SÞ/mynd: Albert González Farran