Nýir verndarar UN Women á Íslandi

0
423

Un womem sirry duna

25. september 2012. UN Women á Íslandi kynnti í gær við hátíðlega athöfn við Þvottalaugarnar í Laugardalnum nýja verndara samtakanna í tilefni af appelsínugula deginum sem haldinn er í þriðja sinn í dag.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur  og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona munu gegna  hlutverki verndara samtakanna næstu tvö árin.

Verndarar UN Women á Íslandi hafa það hlutverk  að auka sýnileika samtakanna, vekja almenning til vitundar og stuðla að viðhorfsbreytingu hvað málefni kvenna í fátækustu löndum heims varðar.

Sigríður Dúna og Unnur Ösp hafa báðar verið ötular málskonur fyrir bættum hag kvenna og fagna samtökin því að þessar kjarnakonur hafi samþykkt að leggja þessum mikilvæga málstað lið.

Við þvottalaugarnar var gróðursett Ilmbjörk til heiðurs konum um heim allan. Gróðursetning var í höndum Sigríðar Dúnu og Unnar Aspar og innsigldu þær þar með hlutverk sitt og ósk okkar allrar um samfélag þar sem jafnrétti kynjanna og mannréttindi ríkja.

Leikkonan Sólveig Arnarsdóttir  og Þorsteinn Bachmann fluttu erindi  við athöfnina. Því næst var fagnað á Café Flóru í Grasagarðinum sem var sérstaklega skreytt appelsínugulu í tilefni dagsins.

Arni Snaevarr smallAppelsínuguli dagurinn er í dag og af því tilefni stillti Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi UNRIC sér upp í appelsínugulum bol við sigur-auglýsinguna í samkeppni UNRIC um auglýsingu til að vekja athygli á málefni dagsins : að útrýma ofbeldi gegn konum.

(Texti og mynd af verndurunum frá UN Women, mynd af Árna Snævarr: UNRIC)