Nýr Mannréttindafulltrúi tekur til starfa

0
414

Navanethem Pillay  tók um mánaðamótin við æðsta embætti á sviði mannréttinda innan Sameinuðu þjóðanna og stýrir vaxandi stofnun sem hefur nú eitt þúsund manns á sínum snærum í fimmtíu ríkjum.

 

 Frú Pillay er þekktur lögfræðingur frá Suðu-Afríku. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti skipan hennar í júlí síðastliðnum að tillögu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra samtakanna. Hún er fyrsti mannréttindafulltrúin frá því embættið var stofnað árið 1993.
Frú Pillay hefur verið dómari við Alþjóðaglæpadómstólinn (ICC) í Haag í Holland frá 2003. ICC fjallar um glæpi á borð við þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.
Áður var hún bæði dómari og dómsforseti við Alþjóðlega glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna fyrir Rúanda (ICTR) frá 1995. 
Hún hóf störf sem lögfræðingur á mannréttindasviðið í heimalandi sínu þar sem hún varð þekkt fyrir að verja marga andspyrnumenn gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni.
Hún varð fyrst kvenna til að hefja lögfræðistörf í Natal héraði í Suður-Afríku árið 1967. Eftir lok apartheid 1995 var hún fyrsta hörundsökka kona sem skipuð var dómari við hæstarétt Suður-Afríku. 
Frú Pillay er baráttumaður fyrir kvenréttindum og var í hópi stofnenda alþjóðlegu kvenréttindasamtakanna Equality Now. Hún hefur einnig unnið í þágu barna, fanga, fórnarlamba pyntinga og heimilisofbeldis auk þess að hafa unnið að ýmsum málum á sviði efnahagslegra-, félagslegra- og menningarlegra réttinda..
Nýji mannréttindafulltrúin tekur við af Louise Arbour frá Kanada en kjörtímabili hennar lauk 30. júní.