Nýsköpun unga fólksins í þágu heilbrigðrar jarðar

0
726
Alþjóðlegur dagur æskunnar
Alþjóðlegur dagur æskunnar

Alþjóðlegur dagur æskunnar beinir kastljósi að þessu sinni að nýsköpun undir forystu ungs fólks um lausnir til að ná Heimsmarkmiðunum um sjáflbæra þróun og endurreisn eftir COVID-19 faraldurinn.

Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið Alþjóðlegan dag æskunnar frá árinu 1999. Markmiðið er að sýna fram á mikilvægi þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Einnig að fjalla um þær áskoranir og vandamál sem unga fólki sérstaklega glímir við.

Að umbreyta fæðukerfum

 Búist er við að jarðarbúum fjölgi um tvo milljarða á næstu þrjátíu árum. Af þeim sökum er brýn þörf á því að ungt fólk geti tekið virkan þátt í endurreisn plánetunna og vernd lífríkisins. Þar á meðal er brýnt að tekið sé tillit til fjölbreytni lífríkisins í umbreytingu fæðukerfa.

Þeim Alþjóðlegs dags æskunnar 2021 snýst einmitt um hlut ungmenna í umbreytingu fæðukerfa.

Nýsköpunarhátíð ungs fólks

 Nýsköpunarhátið undir forystu ungs fólks  (#YouthLead Innovation Festival) er haldin dagana 12.og 13.ágúst á Alþjóðlegum degi æskunnar. Þar er fagnað sköpunargleði ungs fólks í þágu Heimsmarkmiðanna og endurreisn eftir COVID-19.

Í hátíðinni felst tímabært átak til að nýta sköpunarkraft ungs fólks í nýsköpun, Sameinuðu þjóðirnar og atvinnulífið.

Hátíðin er vettvangur umræðna málsaðilja og samvinnu um nýsköpun og tækni til að ná Heimsmarkmiðunum og stuðla að endurreisn eftir COVID-19.

Þá er markmiðið einnig að rétta ungu fólki úr berskjölduðum eða jaðarsettum samfélögum hjálparhönd. Margt þeirra hefur verið skilið og hefur ekki ná að nýta sér vöxt í stafrænni tækni og nýsköpun.

Jafnrétti kynjanna og það grundvallarsjójanarmið að engann beri að sklija eftir eru höfð að leiðarljósi. Af þeim sökum mun hátíðin leitast við að skapa rými og vettvang til að beina kastljósi að nýsköpun ungra kvenna, ungs fólks úr hópum  of our work as well. Therefore, the LGBTQI, frumbyggja, farandfólks, flóttamanna, ríkisfangsleysingja og fatlaðra.  Kynnið ykkur sex þemu hátíðarinnar og skráið ykkur til þátttöku!