Ungt fólk er aflvaki breytinga

0
520
YouthDay 01

YouthDay 01

12.ágúst 2015. Alþjóða æskudagurinn er haldinn í dag en honum er er ætlað að vekja athygli alþjóðsamfélagsins á málefnum ungs fólks.

YouthDayÞemað í ár er Æska og félagsleg virkni,” en það endurspeglar áherslu á mikilvægi þess að ung fólk taki þátt í aðgerðum sem geta breytt samfélögum til hins betra.

„Ungt fólk getur með margvíslegum hætti, hvort heldur sem er með félagslegu framtaki, í blaðamennsku eða sjálfboðaliðastarfi, lagt sín lóð á vogarskálarnar til að móta og endurnýja samfélagið hvort heldur sem er pólítiskt-, menningarlega-,eða efnahagslega,” segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO, Mennta-, vísinda-, og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

BanKiYouthRíkisstjórnir, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, heimshluta- og miliríkjastofnanir, auk fræðimanna, hafa sýnt þátttöku ungmenna í félagsstarfi vaxandi áhuga. Þessi jákvæða þróun gæti orðið mikilvæg. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á að virkni ungs fólks geti skipt sköpum í að hrinda nýsamþykktu Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum í framkvæmd.

„Sjálfboðaliðastarf er kjörin leið til að bæta samfélagið og það stendur nánast hverjum einasta manni til boða. Ungmenni geta einnig tekið höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar, nú þegar við höfum lokið við að móta Sjálfbæru þróunarmarkmiðin og við tekur að hrinda þeim í framkvæmd,” segir Ban.

Atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár og gefur Alþjóðadegi æskunnar aukið vægi. Árið 1991 hafði helmingur ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára, starf en nú er hlutfallið aðeins 40 af hundraði.

IntYouthDaySculpture

„Í öllum ríkjum, hvort heldur sem er fátækum eða ríkjum, er hlutfall atvinnulauss ungs fólks, miklu hærra en fullorðins fólks,” sagði Ban Ki-moon í ræðu á fundi á vegum Alþjóðavinnumálastofnuanrinnar (ILO) um atvinnuleysi ungs fólks á síðasta ári. „Margir eru fastir í láglaunastörfum, án félaglsegrar verndar, í óformlega hagkerfinu.”

Nýlegt átak reynir í senn að vekja athygli á þessu vandamáli og virkja ungt fólk. Það nefnist Æskulýðs tengslanet Miðjarðarhafsins og er IntYouthLogpfjármagnað af Evrópusambandinu og UNESCO. Því er ætlað að deila reynslu ríkja við Miðjarðarhaf af því að glíma við vandamál sem tengjast félagslegri virkni ungs fólks, svo sem mikið atvinnuleysi, áhugaleysi um samfélagið og efnahagslega útilokun. Þrír vinnuhópar hafa verið settir á stofn til að hlúa að vönduðum fréttum af ungu fólki og árangri þess.

„Þetta er í anda starfs UNESCO við að efla tengslanet ungs fólks við Miðjarðarhafið. Það ber að líta á ungt fólk sem aflgjafa breytinga en ekki aðeins markhópa og þiggjendur,” segir Irina Bokova.