Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

0
574

Engar aukafjárveitingar vegna framboðs Finna

TuomiojaErkki Tuomioja utanríkisráðherra Finnlands ásamt finnsku sendinefndinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

21. mars. Framboð Finnlands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er fjármagnað af fjárlögum finnska utanríkisráðuneytisins án sérstakra aukafjárveitinga. Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands segir í viðtali við finnska blaðið Kaleva að kosningabarátta Finna sé fyrst og fremst á vegum hans ráðuneytis en tveir sérstakir sendiherrar hafa verið skipaðir fyrir verkefnið. Einnig muni forsetinn, forsætisráðherra og aðrir ráðherrar leggja málefninu lið þegar þeir eru á ferðum erlendis. Tuomioja segir í viðtalinu í Kaleva að sum önnur ríki hafa fjárfest í kosningabaráttunni með sérstökum framlögum en Finnland noti aðeins fjármagn sem sé þegar fyrir hendi í fjárlögum ráðuneytisins.