Öryggisráðið heimilar friðargæslu undir forystu Afríkuríkja í Sómalíu

0
463

20. febrúar 2007– Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði í dag Afríkusambandinu að koma á fót friðargæslusveit í Sómalíu í því skyni að stuðla að sáttum í landinu og auðvelda afhendingu mannúðaraðstoðar. Ekki hefur verið starfandi ríkisstjórn í hinni stríðshrjáðu Sómalíu í meir en einn og hálfan áratug.

Öryggisráðið samþykkti samhljóða að fela nýrri sendisveit undir nafninu AMISOM að koma á viðræðum og stuðla að sáttum í Sómalíu með því að tryggja ferðafrelsi og öryggi þeirra sem hlut eiga að máli. Ályktun Öryggisráðsins var samþykkt með skírskotun til VII. Kafla Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem heimilar beitingu valds til að hrinda henni í framkvæmd.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21626&Cr=Somalia&Cr1=