Plánetan 50-50 fyrir 2030

0
529
StepItUpMarch8March RLB 0689 675x450

StepItUpMarch8March RLB 0689 675x450
8.mars 2016. Þema Alþjóðlegs baráttudags kvenna 2016 er „Plánetan 50-50 fyrir 2030: Herðum á baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna”.

Sameinuðu þjóðirnar munu á alþjóðlegum degi kvenna beina sjónum sínum að hvernig hægt er að ná markmiðum svokallaðrar Áætlunar 2030 og vinna framkvæmd nýju Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna brautargengi.

Í blaðagrein sem birtist í ýmsum dagblöðum og vefsíðum í heiminum í dag fagnar aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, árangri sem náðst hefur.
„Við höfum mölvað margt glerþakið og glerbrotin þekja gólfið. Nú sópum við burt hvers kyns fyrirfram hugmyndum og hlutdrægni til að konur geti sótt fram á nýjum vígstöðvum,“ skrifar Ban Ki-moon í grein sinni í tilefni af alþjóðlega baráttudegi kvenna 8. Mars.

„Við höfum öll hlutverki að gegna í heimalöndum okkar, samfélögum, samtökum, í ríkisstjórnum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að tryggja að gripið sé til ótvíræðra. sýnilegra og mælanlegra aðgerða til að framfylgja vígorðinu „Plánetan 50-50 fyrir 2030: Herðum á baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna”“, segir Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstýra UN Women.

Sjá nánar um Alþjóðlegan baráttudag kvenna hér. Grein Ban Ki-moon birtist í dag í Kvennablaðinu sem nálgast má hér.