Plastmengun í jarðvegi jafnvel meiri en í hafinu

0
665
Mynd: Steven Weeks/Usplash

Líkur eru á því að jafnvel meira magn af örplasti hafi mengað jarðveg í ræktuðu landi en í höfunum. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar samtakanna (FAO. Alþjóðlegur dagur jarðvegsins er 5.desember.

Dauðir fuglar og selir með bíldekk um hálsinn vekja athygli almennings sem von er. Hins vegar kann jarðvegurinn að vera fullt eins mengaður af plasti og hafið. Þýskir vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu 2018 að þriðjungur þeirra 400 milljóna tonna plasts sem framleitt er í heiminum árlega, endi í jarðvegi eða ferskvatni. Talið er að 8.3 tonn af plasti hafi verið framleidd frá því í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar.

Ógnar fæðuöryggi

Mynd: Richard T/Unsplash

Að mati UNEP og FAO er jarðvegsmengun farin að ógna fæðuöryggi í heiminum. Þörf krefur að ráðist sé að rótum þessa vanda ef Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun á borð við útrýmingu fátæktar (#1), hungurs (#2) og öruggt drykkjarvatn (#6) skal náð.

Stór hluti plastsins sem endar í jarðveginum er einnota. Plastþekja sem vafin er utan um plöntur til að halda jarðvegi rökum er einn af skaðvöldunum. Einnig má nefna plasthúðaðar áburðar-töflur sem leysast hægt upp. Þá má nefna plastfilmur fyrir gróðurhús og votfóður, skugga- og verndarnet og margt fleira.

Plast í jarðvegi er fylgifiskur þaulræktunar í nútíma landbúnaði.Bændur um víða veröld nota plast í sívaxandi mæli til að lengja vaxtartímann, vernda plöntur gegn veðri og margt fleira. Gallinn er sá að mikið af þessu plasti brotnar niður í litla búa, minni en 5 millimetra í þvermál og er nefnt örplast. Það getur brotnað niður í enn smærri öreindir jafnvel minni en 0.1 millimetra. Svo smáar einingar eiga auðvitað greiða leið í jarðveg og grunnvatn.

Lausnir til

Mynd: Brian Yurasits/Usplash

Hægt er hins vegar að bregðast við þessum vanda. „Fyrsta skrefið til að leysa þetta vandamál er að stuðla að ræktun nytjaplantna sem hæfa loftslaginu betur,“ segir Kristina Thygesen sérfræðingur hjá GRID í Arendal sem starfar með Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna Margir þættir ráða því hversu skaðlegt plastið er í jarðvegi og má nefna raka- og sýrustgi útfjólublátt ljós og stærð og tegund plastsins

„Vandinn er sá að við við vitum lítið um langvarandi skaða af völdum plasts sem brotnar niður á jarðveg ræktaðs lans,“ Mahesh Pradhan sérfræðingur hjá UNEP. „Við þurfum á stöðluðum aðferðum að halda til að greina örplast í jarðvegi til að skilja betur hversu lengi það er þar og hvernig það breytist.“