Plast herjar á norðurslóðir

0
750
Plast norðurslóðir
Mynd: Andreas Weith(Wikimedia Commons

Norðurslóðir hafa ekki sloppið við plastmengun frekar en aðrir hlutar heimsins. Forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að auk loftslagsvárinnar sé plastmengun eitt alvarlegasta úrlausnarefni heimsins.

Norðurslóðir plast
Mynd: Angela Compagnone/Unsplash

„Plast berst með hafstraumum, öldum og vindi,“ segir Inger Andersten forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). „Það finnst á strandlengjum Norðurslóða, hafsvæðum, í hafís, jarðvegi, sjófuglum og sjávarspendýrum.“

Andersen flutti opnunarræðu á Alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum sem ríkisstjórn Íslands og Norræna ráðherranefndin standa fyrir.

COVID aukið á vandann

Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019-2021 og í Norrænu ráðherranefndinni 2019 og fer fram á netinu. Upphaflega stóð til að halda ráðstefnuna í Hörpu í apríl 2020 en henni var frestað vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Inger Andersen benti á að heimsfaraldurinn hafi auk alls annars aukið þennan vandan. Andltsgrímur, plasthanskar, einnota plastumbúðir og þess háttar hafi í enn ríkara mæli verið hent og endað í sjónum.

UNEP
Inger Andersen, forstjóri UNEP.

„Við erum ekki á móti þessum fyrirbærum, við þurfum á þeim að halda út af COVID-19,“ sagði Andersen. „En það er ástæða til að óttast að allt þetta plast sem við notum í góðum tilgangi, verði til þess að fólk gleymi skaðsemi plastsins og baráttunnar gegn einnota umbúðum.“

150 milljón tonn

Engar nákvæmar tölur eru til um plastmengun sjávar, úthafið er einfaldlega of stórt til þess að hægt sé að koma við nákvæmum mælingum. Að auki er plastið svo margs konar að erfitt er að ná utan um málið. Að því best er vitað má gera ráð fyrir að 150 tonn af plasti fljóti um í hafinu. Hér er um að ræða allt frá risavöxnum fiskinetum til öreinda úr plasti.  8 tonn bætast við á ári hverju. Enn minna er vitað um hversu mikið plast berst í hafið á Norðurslóðum.  Í nýlegri rannsókn kom fram að plast leyndist í öllum nema einu af 97 sjávar-sýnum. Auk þess er vitað að örplast er að finna í ríkum mæli í hafís.

„Plastmengun er beinlínis alls staðar í umhverfi okkar og stærstur hlutinn endar í hafinu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í ræðu sinni á ráðstefnunni. „Við getum ekki haldið svona áfram.“

Að beina sjónum leiðtoga að plastvandanum

Norðurslóðir plast
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra á ráðstefnunni. Mynd: Utanríkisráðuneytið.

Ísland hefur sett plastmengun í forgang í tveggja ára formennsku sinni í Norðurskautsráðinu sem lýkur í maí.

Búist er við þvi að fulltrúar aðildarríkjanna átta sem eiga sæti í ráðinu muni ganga frá samkomulagi um staðla. Þeir munu gagnast við að bæta vísindalegar rannsóknir á plasti í þessum heimshluta. Guðlaugur Þór ráðherra leggur áherslu á að rannsókna sé þörf til að greina með hvaða hætti plast berist í hafið í heimshlutanum.

„Þekking á umfangi vandans færir okkur nær því að geta brugðist við honum,“ sagði hann.

Þótt ekki sé vitað með vissu hvaðan allt plastið kemur, benda rannsóknir til að margt af því sem endar í norðurhöfum, komi annars staðar frá. Að sögn vísindamanna berst það oft og tíðum frá öðrum hafsvæðum eða berst þangað með ám sem runnið hafa um þétta byggð eða iðnaðarsvæði.

Plast virðir engin landamæri

„Plast berst með ám í hafið – það virðir engn landamæri,“ benti Krista Mikkonen umhverfisáðherra Finnlands á í ræðu sinni.

„Heimurinn stendur frammi fyrir tröllauknum vanda þar sem er plastmengunin í umhvefinu,“ sagði hún. „Plastmengun er hnattrænn vandin sem krefst öflugra alþjóðlegra andsvara.“

Norðurslóðir plast
Mynd Brian Yurasits / Unsplash

Vísindamenn eru að byrja að skilja hvaða áhrif plastúrgangur hefur á ríki náttúrunnar og þegar upp er staðið – manninn sjálfan.

Í sumum tilfellum eru áhrifin augljós, eins og þegar selir festast í netum. Hins vegar eru áhrifin óljósari þegar dýr innbyrða plast. Samkvæmt einni rannsókn leyndist plast í líkama 70% af fýl sem rannsakður var, en hann er algengur víða á Norðurslóðum.

„Við vitum að mörg dýr innbyrða plast í þessum heimshluta. Við vitum hins vegar lítið um áhrifin á vistkerfið“ sagði Eivind Farmen hjá norsku umhverfisstofnuninni.

Niðurstöður rannsókna

Norðurslóðir Plast
Mynd Brian Yurasits / Unsplash

Ráðstefnan stendur yfir dagana 2.-9. mars. Megin tilgangur ráðstefnunnar er að varpa ljósi á fyrirliggjandi þekkingu á plastmengun í norðurhöfum, en einnig verður vikið að aðgerðum til að draga úr plastmengun í sjó. Um hundrað sérfræðingar víðsvegar að munu kynna niðurstöður úr nýlegum rannsóknum og kynna upplýsingar um ástand þessara mála á hafsvæðum norðurslóða.

Meðal helstu áherslumála í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu eru aðgerðir til að minnka plastmengun í norðurhöfum. Þess er vænst að ráðstefnan muni styrkja grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum Norðurskautsráðsins og Norðurskautsríkjanna á næstu árum.

Sjá einnig hér, hér og hér.