Plastpokar: 25 mínútur í notkun en 500 ár í umhverfinu

0
433
plastic seal photo UNEP

plastic seal photo UNEP

20. maí 2015. Evrópuþingið hefur tekið bindandi ákvarðanir til að draga úr notkun plastpoka í Evrópusambandsríkjunum og stemma þannig stigu við mengun. 

Evrópusambandsríkjunum verður gert að minnka notkun algengustu plastpokanna sem valda mestri mengun, samkvæmt nýjum reglum sem þingið hefur samþykkt. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Umhverfisráðuneytisins segir að þetta falli undir málefnasvið EES samningsins og því muni breytingar á þessari löggjöf hafa áhrif hér heima.

plastic Flickr kris krüg CC BY SA 2.0Það er ódýrt að framleiða plastpoka en umhverfisáhrif þeirra eru dýr og varanleg. Að meðaltali er innkaupapoki úr plasti notaðir í 25 mínútur en það tekur hann 100 til 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Plastið brotnar niður í örsmáar agnir sem spilla lífríkinu, menga vatn og vistkerfi vatnasvæða, auk þess að auka eftirspurn eftir olíu. Aukin notkun á plastpokum undir innkaup er því skeytingarlaus sóun auðlinda sem er dæmigerð fyrir ósjálfbæran lífstíl okkar þar sem allt of mörgu er hent. 

„Við erum að tala um hrikalegt umhverfisvandamál. Milljarðar plastpoka enda út í náttúrunni sem óunnið sorp,“ segir Margrete Auken, þingmaður Dana á Evrópuþinginu en hún átti stóran þátt í að koma málinu í gegnum þingið. „Plast sem veldur miklum náttúruspjöllum er 70% af því sorpi sem er í hafi í Evrópu. Og allt að 70% af því eru plastpokar.“

Að losa sig við vondan ávana

28.apríl samþykkti Evrópuþingið bindandi markmið um að minnka verulega notkun þynnstu plastpokanna eða 0.05 millimetrar.

plastic Bottleonbeach photo UNEPMarkmiðið er að minnka notkunina þannig að hún verði ekki meiri en 90 léttir innkaupapokar á mann við árslok 2019 og 40 við árslok 2025. Ríkjunum er í sjálfsvald sett til hvaða aðgerða er gripið en þau geta bannað einnota plastpoka eða lagt á aukaskatt, en við árslok 2018 má ekki gefa létta plastpoka.

„Ákvörðun þingsins, hefur verið tekin eftir langvinnar samningaviðræður og málamiðlanir. En niðurstaðan er sú að Evrópusambandið losar sig nú við vondan ávana og skref hefur verið tekið í átt til hreinni Evrópu,“ segir György Hölvényi talsmaður EPP, flokkahópsins á Evrópuþinginu.

3.4 milljónir tonna af plastpokum eru framleiddar í ESB árlega sem er álíka og þyngd meir en tveggja milljóna bíla. Stór hluti þessa endar í hafinu.

Neyslumynstrið er hins vegar ólíkt eftir aðildarríkjum ESB og í sumum þeirra eru nú þegar lög í gildi sem stemma stigu við notkun plastpoka. Í Danmörku og Finnlandi notar hvert mannsbarn aðeins fjóra létta plastpoka við innkaupin á ári, samanborið við meir en 460 í Póllandi, Portúgal og Slóvakíu. Árið 2010 notaði hver ESB-borgari að meðaltali 198 plastpoka, en 90% var í létta flokknum. 89% þeirra eru einnota. Sama ár lentu 8 milljarðar plastpokar í ruslinu í ESB.

plastic Marine Waste UN photoÁlyktun Evrópuþingsins felur í sér „söguleg tímamót í baráttunni við plastmengun í umhverfinu og í að draga úr sóun almennt,“ segir Margrete Auken.Evrópusambandið hefur sett sér áætlanir um meðferð sorps frá því á áttunda áratugnum, en þetta er hins vegar „fyrsta skipti sem teknar eru bindandi ákvarðanir á ESB stigi um að draga úr sóun,“ segir Auken.

Írland setti á plastpokagjöld og innan fimm mánaða hafði notkunin minnkað um 91%. Auken segist bjartsýn á árangur ályktunarinnar. „Allir hagnast á þessari lagasetningu“, segir hún og bendir á víðtækan stuðning innan ESB kerfisins og í Evrópuríkjum.

Ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið

En jafnvel þótt tekið yrði fyrir alla losun plasts út í umhverfið nú þegar, er vandinn ekki leystur því plastið sem nú þegar er í höfunum er að brotna niður í sífellt minni agnir. Þetta er í raun stærra mál en að plastpokar séu á floti. 

Í Norðursjó finnst plast í maga 94% allra fugla. Búast má við að í höfunum verði um eitt kíló af plasti fyrir hver þrjú kíló af fiski og óumflýjanlega mun eitthvað af þessu enda á okkar diski. Plastagnir geta fundið sér leið inn í vefi líkamans. 

Ríki á borð við Indónesíu og Filippseyjar framleiða mikið af plastpokum en hafa ekki búnað eða ferli til þess að urða þá á viðunandi hátt. Mörg þróunarríki eiga erfitt uppdráttar og því er kallað eftir alheimslausnum. Plastmengun sjávar verður ekki sinnt nema með samtakamætti ríkja heims.

Engu að síður eru dæmi um þróunarríki sem hafa gengið enn lengra en Evrópuríki. Máritanía bannaði þannig plastpoka með öllu á síðasta ári og eru þeir sem staðnir eru að notkun plastpoka sektaðir um 4200 dollara. Plastpokar í farangri erlendra ferðamanna eru gerðir upptækir. Rúanda bannaði líka notkun plastpoka 2008 og er sagt að götur höfuðborgarinnar Kigali séu tandurhreinar. Suður-Afríka bannaði næfurþunnu plastpokana árið 2003 og Tansanía, Úganda, Kenía og Senegal sigldu í kjölfarið.

(Úr Norræna vefriti UNRIC, maí 2015).