„Þúsundir lifa án ástar, enginn án vatns“

0
598

1 Water by Merter Balci
Fáir hafa betur tjáð hversu mikilvægt vatn er en breska skáldið W.H. Auden. Í þessum ljóðlínum ” bendir Auden á að vatn er forsenda alls lífs og jafnvel mikilvægara en ást.
Vatn er líka í fyrirrúmi á margvíslegan hátt hjá Sameinuðu þjóðunum árið 2013.
Vatn var þemað í samkeppni Sameinuðu þjóðanna “Dropi fyrir dropa” um bestu auglýsinguna í vitundarvakningu um hvernig best mæti nýta vatn. Sýning á þrjátíu bestu auglýsingunum – af 3500 sem bárust viðsvegar að úr Evrópu- hefur nú farið um víða um álfuna, þar á meðal á sýningum á öllum Norðurlöndunum fimm, Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum en þessar sýningar voru á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Fyrsta sýningin á auglýsingunum var í Norður-Atlantshafshúsinu í Kaupmannahöfn á Degi Umhverfisins 5.júní 2012, en þá afhenti Friðrik Krónprins Dana Ítalanum Danielle Gaspari fyrstu verðlaun, verðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar sem sigurvegari í Dropa fyrir drop keppninni.

Auglýsingasamkeppnin var haldin í tilefni af Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Rio+20, og þar voru auglýsingarnar líka til sýnis. “Dropunum” hefur síðan rignt í Oslo og Arendal í Noregi, Reykjavík, Stokkhólmi (Svíþjóð) Mariehman á Álandi, Helsinki (Finnlandi), Tallinn (Eistlandi), Riga (Lettlandi), Vilnius (Litháen), Moskvu og St Pétursborg (Rússlandi), Lille, Nice, Toulouse og Marseille (Frakklandi), Mónakó, Brussel (Belgíu), Amsterdam, Rotterdam og Haag, (Hollandi), Prag (Tékklandi) og Gythei (Grikklandi).

2. Water EatLessWater by Chiara Alfiero“Við erum stolt af því hve víða auglýsingarnar hafa farið og hve oft þær hafa ratað á prent bæði í blöðum, bæklingum og bókum, að ógleymdu netinu,” segir Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd og einn af skipuleggjendunum. “Ég er samt stoltastur af því að þær hafa verið sýndar á nokkrum stöðum á Grænlandi, en þar er að finna tíunda hluta alls ferskvatns í heiminum. Þetta er svolítið eins og að flytja út sand til Sahara!”
2013 er Alþjóðlegt ár Sameinuðu þjóðanna um samvinnu um notkun vatns sem jafnframt er þema Alþjóða vatnsdagsins 22. mars. Ýmsir viðburðir eru haldnir í tilefni dagsins á Norðurlöndum sem má sjá nánar hér. 

Sameinuðu þjóðirnar halda upp á daginn í Haag í Hollandi en þar verða bæði Irina Bokova, forstjóri UNESCO sem ber hitann og þungan af alþjóðlega árinu og Michel Jarraud, oddviti UN Water.
Vatn hefur verið kallað olía 21. aldarinnar. Alþjóðleg samkeppni um sameiginlegar vatnsbirgðir mun harðna eftir því sem loftslagsbreytingar, fátækt, efnahagsframfarir og mannfjöldi aukast. Allt þetta gerir alþjóðlega samvinnu brýna, því ef ekki er hægt að stýra aukinni eftirspurn eftir minnkandi auðlind, gæti það leitt til staðbundinna eða alþjóðlegra átaka.

Vatn er svo líka miðlægt þema í starfi Sameinuðu þjóðanna á Alþjóða umhverfisdaginn 2013. Þema dagsins, 5. júní Sóun matvæla er jafnframt viðfangsefnið í herferð UNEP, Umhverfisáætlunarinnar Think.Eat.Save.
En hvernig tengist vatnsnotkun sóun matvæla?
Tölfræðin talar sínu máli: Það þarf 15 þúsund lítra af vatni til að “framleiða” eitt kilo af nautakjöt og 1500 lítra til að framleiða eitt kilo af hveiti. Samlagningin er einföld þegar haft er í huga að 30% allra matvæla sem framleidd eru í heiminum far til spillis og eru aldrei eitin og vatnið sem notað er til að framleiða þau fer líka til spillis!
Það skyldi því engan undra að einn þátttakenda í Drop fyrir dropa keppninni kallaði framlag sitt “Borðaðu minna vatn”.