Ban Ki-moon fagnar frumkvæði ESB

0
468

Ban Sustainable

16. apríl 2012: Ban Ki-moon, lauk í dag þriggja daga heimsókn til Belgíu og Lúxemborgar en í ferðinni átti hann ma. viðræður við leiðtoga ríkisstjórna og háttsetta embættismenn Evrópusambandsins.   

Í Brussel flutti hann aðalræðuna á þingi Evrópusambandsins um Sjálfbæra orku fyrir alla.  

Í ræðu sinni fagnaði Ban Ki-moon nýju frumkvæði ESB sem miðar að því að hjálpa þróunarríkjum að útvega íbúum aðgang að sjálfbærri orku.  
Frumkvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins “Orkuvæðing í þágu þróunar” (Energizing for Development Initiative) hefur þann tilgang að styðja viðleitni til að útvega 500 milljónum íbúa fátækra ríkja sjálfbæra orku fyrir 2030.
Með þessu styður ESB frumkvæði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðoanna um Sjálfbæra orku fyrir alla.
 “Ég fagna því að Evrópusambandið hafi gert orkumál að þungamiðju þróunarstefnu sinnar og þakka sambandinu fyrir að koma aðgangi að orku auk endurnýjanlegra orkugjafa og bættrar orkunýtingar, á dagskrá í alþjóðlegum þróunarmálum,” sagði Ban í ræðu sinni.

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skýrði frá því að með frumkvæði ESB yrði veitt fimmtíu milljónum Evra til að efla tæknilega þekkingu  
Í aðdraganda ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun, “Rio + 20” munu Evrópousambandið og aðildarríki þess, reyna að útvega aukið fé til að ýta undir fjárfestingar í sjálfbærri orku í þróunarríkjum og er vonin sú að álíka mikið fé eða meira komi frá einkageiranum.
   
“Án aðgangs að orku, munum við hreinlega ekki ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun,” sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. “Þess vegna skipulögðum við þetta þing, því við erum staðráðnir í að útvega sjálfbæra orku fyrir alla fyrir 2030.”
 
 Ban hitti einnig Elio Di Rupo, forsætisráðherra Belgíu og heimsótti Lúxemborg þar sem hann hitti Hinrik Erkihertoga og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra og ávarpaði þing Lúxemborgar.