Rauður skipaður grænn sendiherra

0
432
Birds1

Birds1

21.mars 2016. Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað Rauðan, leiðtoga tölvuleikjahetjanna “Reiðu fuglanna”, sérstakan erindreka í loftslagsmálum.

Rauður var skipaður sérstakur Grænn- sendiherra í þágu loftslagsaðgerða sem miða að sjálfbærari og hamingjusamari framtíð fyrir alla. Skipan Rauðs er í tengslum við herferð þar sem þessar persónur munu taka þátt í til að sýna fram á bein tengsl á milli baráttunnar í loftslagsmálum og velferðar og hamingju fólks. Herferðinni var ýtt úr vör í tengslum við Alþjóða hamingjudaginn sem var í gær 20.mars.

„Reiðu fuglarnir hafa skemmt milljónum manna um allan heim og nú taka þeir þátt í því að bæta heiminn,“ sagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar herferðin hófst í New York. „Við erum stolt af því að gefa Rauðum góða ástæðu til að verða grænn“ sagði Ban „Það er ekki hægt að halda betur upp á Alþjóðadag hamingjunnar en með því að virkja þessa skemmtilegu persónu til að vekja fólki til vitundar um loftslagsbreytingar í því skyni að skapa okkur öllum öruggari, sjálfbærari og hamingjsamari framtíð.“

Herferðin er skipulögð í samstarfi við Sony Picture Entertainment, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og UN Foundation. Hún felst í því að almenningur um allan heim er hvattut til að gleðja Reiðu fuglanna með aðgerðum í þágu loftslagsins og deila ljósmyndum og skuldbindingum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #AngryBirdsHappyPlanet. Einstaklingar geta þannig endurunnið, notað almenningssamgöngur og sparað vatn, svo dæmi séu tekin og deilt ráðleggingum um hvernig hægt er að lifa sjálfbærari og hamingjusamara lífi.