Réttindi eldra fólks í brennidepli

0
500

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að réttindi eldra fólks séu brotin á degi hverjum í heiminum og það verði oft að sæta mismunun á vinnustað. Í ávarpi sínu á Alþjóðlegum degi eldra fólks, 1. október, segir framkvæmdastjórinn að það hafi lengi verið á dagskrá Sameinuðu þjóðanna að efla sjálfstæði, þátttöku og virðingu eldra fólks og mikilvægur þáttur í að hrinda í framkvæmd Alþjóðlegu Madrid-aðgerðaáætluninni um öldrun.


Þema Alþjóðlegs dags eldra fólks í ár er: “Réttindi eldra fólks”, sem er sérstaklega viðeigandi þegar sextugsafmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar er minnst. Í ávarpi sínu segir framkvæmdastjórinn að aðildarríkin hefðu skuldbundið sig til að uppræta hvers kyns mismunun, þar á meðal vegna aldurs, með því að samþykkja aðgerðaáætlunina fyrir sex árum á öðru Alþjóðlega þinginu um öldrun.  
“Það er grundvallaratriði í Madridar-áætluninni að viðurkenna þýðingarmikið hlutverk eldra fólks í þjóðfélaginu,” segir Ban. “Farið var yfir árangur áætlunarinnar og hann metinn í fyrsta skipti á þessu ári. Það er deginum ljósara að talsvert mikið þarf að gera í hverju landi til að styðja við bakið á eldra fólki, efla afkomuöryggi þess og félagslega vernd og bæta gæði heilsugæslu og útvega langtíma umönnun. Til þess að gera þetta kleift verður að bæta verulega stefnumótun í öldrunarmálum og að tekið sé tillit til hagsmuna eldra í víðtækari stefnumótun.”