Réttur fórnarlamba til sannleika viðurkenndur

0
485
alt

altAllsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 21. desember 2010 að 24. mars skyldi vera Alþjóðlegur dagur rétts fórnarlamba grófra mannréttindabrota til að vita sannleikann og sæmdar fórnarlambanna.

Tilgangur dagsins er: að heiðra minningu fórnarlamba grófra og kerfisbundinna mannréttindabrota og kynna mikilvægi réttarins til sannleika og réttlætis.
Að hylla þá sem hafa helgað líf sitt og misst líf sitt í baráttunni við að tryggja mannréttindi fyrir alla.

Að viðurkenna sérstaklega mikilvægi starfs Oscars Arnulfo Romero, erkibiskups El Salvador sem var myrtur 24. mars 1980 eftir að hafa fordæmt mannréttindabrot á þeim hópum sem höllustum fæti stóðu og verndað mannslíf, eflt mannlega reisn og staðið gegn hvers kyns ofbeldi.

 

Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Alþjóðlegum degi rétts fórnarlamba grófra mannréttindabrota til að vita sannleikann, 24. mars 2011:

Fyrir þrjátíu og einu ári í dag, var Monsignor Óscar Arnulfo Romero, fórkólfur og verjandi mannréttinda í El Salvador myrtur á meðan hann þjónaði fyrir altari í kirkju sinni. Markmiðið var skirt: að þagga niður í einörðum andstæðingi kúgunar.

Í dag er Alþjóðlegur dagur rétts fórnarlamba grófra mannréttindabrota til að vita sannleikann, haldinn í fyrsta skipti og við hyllum starf Monsignor Romero og allra verjenda mannréttinda um allan heim. 

Fórnarlömb grófra mannréttindabrota og fjölskyldur þeirra eiga rétt á að vita sannleikann um þessi brot; ástæður þeirra og nöfn fremjendanna.

Sérstök ákvæði um Rétt til sannleika er nú i Alþjóðlegum sáttmála um vernd allra einstaklinga frá þvinguðu mannshvarfi sem tók gildi í desember 2010. Þessi réttur er einnig viðurkenndur í ýmsum alþjóðleg úrræðum auk laga einstakra ríkja og yfirlýsinga milliríkjastofnana.

Að vita sannleikann veitir einstökum fórnarlömbum og ættingjum þeirra tækifæri til lúkningar, að endurheimta reisn sína og fá að minnsta kosti einhvers konar bætur fyrir missi sinn.

Að svipta hulunni af sannleikanum hjálpar  einnig heilum samfélögum við að gera reikningsskil fyrir brotin.

Og þar sem sannleiksferlið felur í sér að taka saman staðreyndir og kalla fram opinberan vitnisburð af hálfu fórnarlamba og fremjenda, getur það ýtt undir hreinsun og að tekin sé saman sameiginleg saga atburða sem síðan getur auðveldað að græða sár og sætta.

Um leið og við ýtum úr vör þessum nýja alþljóðlega degi, skulum við viðurkenna ómissandi hlutverk sannleikans í að viðhalda mannréttindum og heita því að virða réttinn til sannleikans um leið og við berjumst fyrir mannréttindum um allan heim.

Ban Ki-moon.