Reykingar: evrópskar konur í sérflokki

0
542
Mynd af stúlku sem gerir tvo hringi með tóbaksreyk
Mynd af stúlku sem gerir tvo hringi með tóbaksreyk

Tóbaksneysla í heiminum heldur áfram að minnka. Hins vegar reykja 18% kvenna í Evrópu þótt heimsmeðaltalið sé aðeins 8%.

Tóbak grandar 8.8 milljónum manna á hverju ári eða sem samsvarar allri íbúatölu Austurríkis, Sviss eða Ísraels. 7.7 milljónir látast af beinum reykingum eðn 1.2 af völdum óbeinna reykinga að mati Alþjóða heilbrigðismálstofnunarinnar.

18% kvenna í Evrópu reykja en víða fer það hlutfall minnkandi. Þannig reyktu 24% franskra kvenna árið 2018 en á örfáum árum hefur það minnkað í 20.7%

38 milljónir 15 ár og yngri reykja

Unsplash/Fotografierende

Á síðasta ári neyttu 22.3% jarðarbúa tóbaks, 36,7 % karla og 7,8 % kvenna að því er fram kemur í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálstofnunarinnar sem kom út í dag.

38 milljónir unglinga á aldrinum 13-15 ára neyta tóbaks, 13 milljónir stúlkna og 25 milljónir drengja.

Ástandið fer batnandi

Fjöldi tóbaksneytenda í heiminum heldur áfram að minnka. 1.32 milljarðar voru í hópi tóbaksneytenda 2015 en eru nú 1.3 milljarður og hefur fækkað um 200 milljónir.

Vonast er til að talan lækki í 1.27 milljarð árið 2025.

Mynd: WHO

Mestur árangur hefur náðst í Ameríkum, suður og norður. Hlutfallið hefur lækkað úr 21% árið 2010 í 16% á síðasta ári.

Hlutfallið í Afríku er frekar lágt og fer lækkand eða úr 15% í 10% á skömmum tíma.

Hæst er hlutfallið í suð-austur Asíu en þar eru neytendur 432 milljónir talsins eða 29% íbúafjöldans. Þar hins vegar fækkar mest í flokki tóbasksneytenda.

Tóbaksiðnaðurinn í vörn

Tedros Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálstofnunarinnar er ánægður með árangurinn.

„Við eigum samt mikið verk óunnið. Tóbaksframleiðendur nota öll tiltæk ráð til að verja hinn mikla gróða sinn og halda áfram að selja sína banvænu vöru.“

Sjá heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands hér.