Stöðvum tóbaksiðnaðinn í að leggja snörur fyrir börn og ungmenni

0
693
Mynd af stúlku sem gerir tvo hringi með tóbaksreyk
Mynd af stúlku sem gerir tvo hringi með tóbaksreyk

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur kynnt ný úrræði sem ætluð eru ungmennum á aldrinum 13-17 ára til að hjálpa þeim að sjá í gegnum klækjabrögð tóbaksiðnaðarins.

Tóbaksiðnaðurinn hefur í sífellt vaxandi mæli einbeitt sér að ungmennum. Á hverju ári fjárfestir tóbaksiðnaðurinn andvirði 9 milljarða Bandaríkjadala í auglýsingum. Ungt fólk er oft markhópur nikotín- og tóbaksvöru enda þarf að fylla í skörð kúnnahópsins því 8 milljónir deyja af völdum neyslunnar á hverju ári.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beinir kastljósinu að þessu sinni á alþjóðadegi  tóbaksleysis – reyklausa deginum 31.maí – að vernda ungmenni fyrir ásækni tóbaksiðnaðarins og skyldra fyrirtækja.

Alþjóðadagur tóbaksleysis

Úrræðin eða verkfærakassinn eru ætluð skólabekkjum. Námsmenn geta sett sig í spor flugumanna tóbaksiðnaðarins til þess að sýna þeim fram á hvernig hann reynir að koma skaðvænlegri vöru sinni á framfæri. Þarna má líka finna myndbönd, staðreyndakönnun og heimavinnuverkefni.

Vakin er athygli á aðferðum á borð við að halda samkvæmi og tónleika sem tóbaksframleiðendur og taglhnýtingar þeirra í bragðefnaframleiðslu, halda. Rafrettukynningar í skólum, þar sem oft er boðið upp á bragðefni sem ungmennum geðjast sérstakleta vel að. Þá er hugað sérstaklega að því hvernig rafrettum er komið á framfæri með því að láta það sjást í ýmsu efni ætlað ungmennum sem nálgast má á netinu og víðar.

Jafnvel á tímum heimsfaralds slær tóbaks- og nikótíniðnaðurinn ekki slöku við og otar framleiðslu sinni sem dregur úr getu líkamans til að verjast veiruni að fólk. Þannig hefur iðnaðurinn boðið upp á ókeypis andlitsgrímur með auglýsingum  og jafnvel heimsendingasþjónustu. Þá hefur verið þrýst á yfirvöld að veita framleiðslu þeirra forgang eins og um lífsnauðsynjar sé að ræða.

Reykingar hættulegar ungmennum

Þegar reykur fyllir lungun og önnur mikilvæg líffæri er þeim meinað um súrefni sem þau þurfa til að þróast og virka eðilega.

„Það sérstaklega þýðingarmikið að uppfræða ungdóminn því níu af hverjum tíu reykingamönnum byrja að reykja fyrir 18 ára aldur. Við viljum færa ungu fólki þekkingu í hendur svo það geti staðið upp í hárinu á tóbaksiðnaðinum,“ segir   Ruediger Krech hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO.

Um 40 milljónir unglinga í heiminum á aldrinum 13-15 ára eru farnir að nota tóbak. WHO hefur virkjað ýmis fyrirtæki og fyrirbæri sem höfða til unglinga í baráttunni. Samskiptamiðlarnir Pinterest, Tinder, YouTube og TikTok hafa gengið til liðs við WHO.

WHO hvetur alla til þess að verjast markaðssetningu tóbaksins og taglhnýtinga iðnaðarins sem sitja um börn og ungt fólk.

  • Skólum bera að hafna hvers kyns stuðningi banna fulltrúum nikótín og tóbaksiðnaðar að tala við nemendur.
  • Frægt fólk og áhrifavaldar ættu að hafna fjárstuðningi.
  • Sjónvarpsstöðvar og efnisveitur ættu að hætta að sýna tóbaks- og rafrettuneyslu á skjánum.
  • Samskiptamiðlar ættu að banna markaðsetningu tóbaks og skyldra afurða og hindra markaðssetningu áhrifavalda.
  • Ríkisstjórnir og fjármálageirinn ættu að hætta fjárfestingum í þessum greinum.
  • Ríkisstjórnir ættu að banna hvers kyns tóbaksauglýsingar og kynningar.

Ríki geta verndað börn frá ægivaldi iðnaðarins með því að setja ströng tóbaksvarnarlög, sem ná meðal annars yfir rafrettur sem nú eru að laða nýja kynslóð ungs fólks til liðs við sig.

Sjá úrræði/verkfærakassa WHO hér. 

Aðferðir tóbaksiðnaðarins á tímum COVID-19 faraldursins hér 

Sjá ennig um árangur Finna hér.