Sameinuðu þjóðirnar og Úkraína: Eitt stríðsár í tölum

0
382
Borodyanka, úthverfi Kænugarðs.
Borodyanka, úthverfi Kænugarðs.Mynd: Serhii Korovayny /UNOCHA

24.febrúar er ár liðið frá því að Rússar gerðu allsherjarinrás í Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að mannúðarmálum í Úkraínu frá upphafi. Sveitir samtakanna hafa raunar verið að störfum á vettvangi frá því átök hófust í austurhéruðum landsins frá 2014 og Rússar tóku Krímskaga herskildi.

Hér eru nokkrar lykiltölur um Úkraínu

Eyðilegging af völdum stríðsins í Sloviansk í Donetsk-héraði
Eyðilegging af völdum stríðsins í Sloviansk í Donetsk-héraði. Mynd: UNOCHA/Oleksandr Ratushniak

frá því innrásin var gerð.

  • Að minnsta kosti 8000 óbreyttir borgarar hafa verið drepnir á einu ári.
  • 3 milljónir eru á flótta innan landamæra Úkraínu.
  • Um 8 milljónir eða 18% landsmanna hafa flúið land. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, Tékkneska lýðveldinu og Þýskalandi.
  • Um 18 milljónir eða nærri  40% Úkraínubúa þurfa á mannúðaraðstoð að halda.
  • 80% landsmanna lifa við fátækt.
  • Þörf er á 5,6 milljörðum Bandaríkjadala til að fjármagna mannúðaraðstoð í ár, 2023.
  • Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra hafa veitt 16 milljónum manna mannúðaraðstoð frá upphafi stríðsins.

    Eyðilegging af völdum rússneskrar sprengju í Kramatorsk, Donetsk-héraði.
    Eyðilegging af völdum rússneskrar sprengju í Kramatorsk, Donetsk-héraði. Mynd: UNOCHA/Oleksandr Ratushniak
  • Rúmlega 1400 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru við störf á vettvangi í Úkraínu.
  • 7 ályktanir hafa verið samþykktar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
  • 240 menningar- og sögulegir staðir hafa orðið fyrir skemmdum.
  • 769 árásir hafa verið gerðar á sjúkrahús og heilsugæslustöðvar.   
  • 8 blaðamenn hafa verið drepnir og 19 særðir.

Sjá einnig hér.

Heimildir : UN, OHCR, OIM, OCHA, WHO, UNICEF, OHCHR, UNESCO

Hér er krækja fyrir þá sem vilja láta fé af hendi rakna í þágu Úkraínubúa.