7 ástæður fyrir að Úkraínubúar þurfa enn á hjálp að halda

0
320
Íbúi í Kramatorsk í Donetska héraði sem hlaut smávægileg meiðsli í árás Rússa á íbúðahús.
Íbúi í Kramatorsk í Donetska héraði sem hlaut smávægileg meiðsli í árás Rússa á íbúðahús. Mynd: UNOCHA/Oleksandr Ratushniak

Mannúðaraðstoð. Ár er liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu 24.febrúar. En ári síðar er stríðinu síður en svo lokið og sama máli gegnir um þjáningar almennings.

Hér eru 7 ástæður fyrir því að fólkið í Úkraínu þarf enn á stuðningi að halda.

  1. 18 milljónir þurfa mannúðaraðstoð

Oleksandr, 84 ára, eftir matvæladreifingu hjá Sameinuðu þjóðunum.
Oleksandr, 84 ára, eftir matvæladreifingu hjá Sameinuðu þjóðunum. Mynd: OCHA/ Oleksandr Ratushniak

Átök höfðu staðið yfir frá 2014, en eftir að stríðið blossaði upp að fullu, jókst fjöldi þeirra sem þurftu á mannúðaraðstoð að halda úr 3 milljónum í nærri 18 milljónir.

Þetta fólk þarf enn lífsnauðsynlega aðstoð.

  1. Milljónir hafa þurft að flýja að heiman

Fleiri hafa þurft að flýja heimili sín en dæmi eru um á síðari tímum.

Í dag eru 5.5 milljónir manna uppflosnaðir innanlands og nærri 8 milljónir eru flóttamenn í öðrum ríkjum.

  1. Aðgangur að heilsugæslu, vatni og rafmagni er af skornum skammti

2.Kona nær sér í vatn í vatnsflutningabíl í bænum. Mynd: OCHA/ Oleksandr Ratushniak
Kona nær sér í vatn í vatnsflutningabíl í bænum. Mynd: OCHA/ Oleksandr Ratushniak

Sjúkrahús í Úkraínu hafa orðið fyrir sprengjuárásum einmitt þegar þörfin á heilsugæslu var sem mest. Aðgangur að heilsugæslu er nú af skornum skammti, einkum í austurhlutanum.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Milljónir manna þurfa að hafa sig alla við daglega við að afla sér hreins drykkjarvatns, og aðrir verða að gera sér mengað vatn að góðu.

Maður nær sér í vatn í Dnipro-ánni í Kherson.
Maður nær sér í vatn í Dnipro-ánni í Kherson. Mynd. Oleksandr Ratushniak

Ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu hafa valdið orkuskorti, sem eykur annan vanda. Sjúkrahús geta ekki starfað án rafmagns, vatnsdælur virka ekki og fólk getur ekki hitað heimili sín í vetrarkuldum.

Úkraína þarf hjálp til að halda sjúkrahúsunum gangandi, tryggja fólki drykjarvatn og aðra nauðsynlega þjónustu.

  1. Aðgangur að menntun er í hættu

Skóli 134 í Kharkiv var eyðilagður í árás í byrjun stríðsins. Í stað þess að skólabjöllur hringdu inn frímínútur, tóku loftvarnaflautur við.
Skóli 134 í Kharkiv var eyðilagður í árás í byrjun stríðsins. Í stað þess að skólabjöllur hringdu inn frímínútur, tóku loftvarnaflautur við. UNICEF/Mykola Synelnykov

Gerðar hafa verið árásir á skóla og skólastofur allt undanfarið ár. Skólahúsnæði hefur verið eyðilagt, eða breytt í herskála með þeim afleiðingum að kennsla hefur raskast. Nærri 40% kennslu í Úkraínu fer nú fram á netinu, en líður fyrir rafmagnsskortinn.

Þá má ekki gleyma að mörg börn þurfa að hafast tímunum saman við í kjöllurum eða loftvarnabirgjum, þegar þau ættu að sitja á skólabekk.

5.3 milljónir barna þurfa aðstoð til að geta haldið áfram að stunda nám.

  1. Íbúar glíma við skelfileg áföll

Mikið mannfall varð í október í loft- og stórskotaliðsárásum á Zaporizhzhia. Miklar skemmdir urðu á íbúðahúsum og innviðum. Mynd: OCHA/Dmytro Smolienko
Mikið mannfall varð í október í loft- og stórskotaliðsárásum á Zaporizhzhia. Miklar skemmdir urðu á íbúðahúsum og innviðum. Mynd: OCHA/Dmytro Smolienko

Stríðið hefur skilið eftir djúp en ósýnileg ör á Úkraínubúum. Nærri tíu milljónir manna gætu þurft að glíma við ofur-álag, kvíða, þunglyndi, víumefnanotkun og áfallastreitu, að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Fjölskyldur hafa sundrast og hver einasti Úkraínubúi hefur horft á eftir ættingja eða vini í gröfina eða horfa upp á þá verða örkumlun að bráð. Borgir þeirra og bæir, heimili og sjúkarhús hafa sætt árásum, og jafnvel torgin þar sem börnin leika sér.

Kynferðis-ofbeldi hefur bæst ofan á hrylling stríðsins. Konur og stúlkur hafa orðið fyrir barðinu á því, en þar að auki karlar í haldi rússneska hersins.

6. Landbúnaður og efnahagur hafa orðið fyrir skakkaföllum

Matvöruverslanir og lyfjaverslanir eru lokaðar í Kherson, og lyfjaskortur aðkallandi. Mynd: OCHA/Saviano Abreu
Matvöruverslanir og lyfjaverslanir eru lokaðar í Kherson, og lyfjaskortur aðkallandi. Mynd: OCHA/Saviano Abreu

Styrjöldin hefur grafið undan landbúnaði Úkraínu. Þúsundir bænda hafa orðið tekjulausir pg þriðjungur íbúanna býr við fæðu-óöryggi. Undanfarið ár hefur fjósamt land verið eyðilagt í átökum og uppskera og sáning farið fyrir lítið.

Brýnt er að auka jarðsprengjuleit til þess að landbúnaður geti tekið við sér. Fjölskyldur í dreifbýli þurfa aðstoð til að geta haldið áfram að framleiða matvæli og opna þarf hafnir til að greiða fyrir útflutning, svo ekki verði frekari röskun á korn-útflutningi frá Úkraínu.

7. Milljónir fá enn ekki þann stuðning sem þarf

Íbúar standa í röð til að fá mannúðaraðstoð á aðaltorginu í Kherson. Mynd: OCHA/Oleksandr Ratushniak
4. Íbúar standa í röð til að fá mannúðaraðstoð á aðaltorginu í Kherson. Mynd: OCHA/Oleksandr Ratushniak

Frá því stríðið blossaði upp að fullu 24.febrúar, hafa mannúðarstarfsmenn unnið nótt sem nýtan dag við að koma landsmönnum til aðstoðar.

Sameinuðu þjóðirnar hafa skipulagt bílalestir sem flutt hafa matvæli, vatn, lyf, skjól, hreinlætisvörur og rafala handa fólki í stríðshjáðum samfélögum og flóttafólki.

Sameinuðu þjóðirnar hafa hjálpað fólki við flótta frá átakasvæðum.

Fólk hleður raftæki sín.
Fólk hleður raftæki sín. Mynd: Oleksandr Ratushniak/OCHA

Samtökin hafa staðið fyrir mestu mannúðaraðstoð með reiðufé að vopni, sem dæmi eru um, en sex milljónir hafa notið hennar í Úkraínu. Þá leitast Sameinuðu þjóðirnar við að auka geðheilbrigðisþjónustu, barnavernd og jarðsprengjuhreinsun, til að fólk sem orðið hefur fyrir áföllum geti endurreist líf sitt.

Þrátt fyrir allt þetta hefur lítið gengið að koma fólki til aðstoðar á þeim svæðum sem Rússar ráða yfir.

Við getum og við verðum að styðja fólkið í Úkraínu.

Styðja má þá viðleitni fjárhagslega hér.