Sameinuðu þjóðirnar rannsaka árás lögreglu á samkomu í Darfur

0
508

22. janúar 2007 – Sveit Sameinuðu þjóðanna í Súdan (UNMIS) rannsakar nú atvik sem varð þegar lögregla í Súdan handtók tuttugu manns, þar á meðal fimm SÞ liða. Sættu hinir handteknu barsmíðum og urðu í sumum tilfellum fyrir alvarlegum líkamsmeiðingum áður en þeim var sleppt lausum.

Sveitin tilkynnti í dag að Sameinuðu þjóðirnar myndu mótmæla handtökunum og meiðslum formlega við súdönsk stjórnvöld auk gífuryrða sem látin hefðu verið falla í kjölfarið. Ráðist var á fólkið sem hafði komið saman í húsnæði óháðra hjálparsamtaka í  Nyala,höfuðborg suðurhluta Darfur. UNMIS sagði í fréttatilkynningu að sveitin hefði "þungar áhyggjur yfir hvernig farið var með starfslið hennar". Árás lögreglu og öryggissveita væri "brot á grundvallarsjónarmiðum réttarríkis og eðlilegrar málsmeðferðar". Sumir hinna handtöknu voru það alvarlega slasaðir að þeir þurftu á aðhlynningu að halda á sjúkrastöð SÞ í Nyali. Meðal hinna handteknu voru friðargæsluliðar Afríkusambandsins og hjálparstarfsmenn auk SÞ liða. UNMIS segist mun halda áfram að rannsaka atvikið sem varð 19. janúar, í samvinnu við hlutaðeigandi súdönsk yfirvöld.  

Sjá nánar:http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21300&Cr=sudan&Cr1=