Sendinefnd SÞ fær ekki áritun til Darfur

0
497

14. febrúar 2007 – Hætt hefur verið við fyrirhugaða ferð sendinefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna til Darfur vegna óvissu um hvort nefndarmenn myndu fá vegabréfsráritun.


Í yfirlýsingu sem gefin var út í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu sagði að fimm manna sendinfefndin myndu ”halda áfram og safna upplýsingum utan landsins”.
Jody Williams, Friðarverðlaunahafi Nóbels 1997 er í forsæti nefndarinnar. Nefndarmenn munu meðal annars halda til Tsjad þar sem þeir munu ræða við flóttamenn.
 Nefndin mun taka saman skýrslu um Darfur og kynna á fjórða reglulega fundi Mannréttindaráðsins í Genf í næsta mánuði. 
Sjá nánar: htttp://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21586&Cr=sudan&Cr1=darfur
Og
http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21570&Cr=sudan&Cr1=