Sérfræðingar SÞ saka Talibana um kerfisbundna útilokun kvenna

0
656
Afganistan
Kona og barni í Roghani flóttamannabúðum í Chaman við landamæri Pakistans. UN Photo

Leiðtogar Talibana í Afganistan hafa beitt sér fyrir kerfisbundinni og umfangsmikilli mismunun og ofbeldi í garð kvenna að því er hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu sem gefin var út í dag.

Sérfræðingarnir ítekuðu fyrri áhyggjur sínar af ákvörðunum sem teknar voru í kjölfar valtaköku Talibana í ágúst á síðasta ári. „Samanlagt fela aðgerðirnar í sér sameiginlega refsingu kvenna og stúlkna, sem byggir á kynbundinni hlutdrægni og skaðlegum aðferðum,“segja sérfræðingarnir.

„Við höfum áhyggjur af áframhaldandi og kerfisbundinni útilokun kvenna í félagslegu, efnahagslegu og pólitísku tilliti í landinu. Þetta á enn frekar við um konur af konum sem eru sökum kynþáttar, trúar eða tungumáls í minnihluta“, segja sérfræðingarnir. Eiga þeir hér við Hazara, Tadsjika, Hindúa og önnur samfélög sem standa höllum fæti.

Misnotkun, mansal

Afganistan
Móðir og börn hennar sem flúðu átök í Lashkargah og leituðu skjóls í Kandahar í suður-Afganistan.Mynd: © UNICEF Afghanistan.

Sérfræðingarnir benda enn á aukna hættu á misnotkun kvenna og stúlkna, þar á meðal mansal til að þvinga konur til að ganga í hjónaband, jafnvel á barnsaldri. Jafnframt ýmis konar kynferðislega misnotkun og þrælkun.

Þessari stefnu útilokunar og mismununar er framfylgt með því að meina konum að snúa aftur til vinnu. Þá er þessi krafist að karlkyns ættingi fylgi konum hvarvetna á opinberum vettvangi. Konum er bannað að nota almenningssamgöngur einar, auk þess sem þeim er gert að kæða sig á tiltekin hátt.

„Auk þess að skerða verulega ferða-, tjáningar og félagsfrelsi kvenna og þáttöku þeirra í opinberum og pólitískum malefnum, eru konar sviptar vinnu og lífsviðurværi með þeim afleiðingum að þær verða fátækt að bráð,“ segja sérfræðingarnir. „Sérstaklega verða konur sem eru í forsvari fyrir heimili hart úti. Þjáningar kvenna bætast við hrikalegar aðstæður í landinu.“

Útilokun frá menntun

Ástæða er til að benda að konum er áfram meinað að njóta þeirra grunnréttinda að hafa aðgang að að framhaldsmenntun. Það er gert með því að krefjast aðskilnaðar kvenna og karla og krefja konur um sérstakan klæðaburð. Langstærstur hluti framhaldsskóla fyrir konur er lokaður, að meirihluta stúlkna er meinað um menntun sökum kynferðis síns.

„Í dag stöndum við frammi fyrir tilraun til að fjarlægja konur og stúlkur úr öllu opinberu lífi í Afganistan. Þar á meðal eru stofnanir og verkferli sem ætlað var að hjálpa eða vernda konur sem standa höllum fæti,“ segja sérfræðingarnir og vísa þar til lokunar kvennamálaráðuneytisins og óháðu mannréttindanefndarinnar. Þá hafa ýmsir þjónustuaðilar, kvennaathöf og fleira lokað af ótta við ofbeldi.

„Þá hafa fréttir af því að de facto yfirvöld hafa brugðist við kröfum kvenna og stúlkna um grundvallarréttindi valdið óhug. Friðsamlegum mótmælum hefur verið mætt með barsmíðum og handahófs-handtökum,“ segja sérfræðingarnir.

Þeir hvetja alþjóða samfélagið til að auka mannúðaraðstoð við afgönsku þjóðina og minna á að fjárhagsvandinn bitni harðast á viðkvæmum hópum, þar á meðal konum, börnum og minnihlutahópum.

Alls stana þrjátíu og þrír óháðir mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna að yfirlýsingunni.

Sjá nánar hér.