Sheryl Crow styður Matvælahjálpina

0
497

fimmtudagur, 24 maí 2007 
Söngkonan Sheryl Crow hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna WFP eftir að hafa hlýtt á góðgjörðasendiherra stofnunarinnar, leikkonuna Drew Barrymore tala um hungruð born.

     
“Ég var svo snortin af þeirri sögu sem hún sagði að við ákváðum að ganga til liðs við WFP”, segir Crow á blogg síðu sinni. Þar segir hún frá því að hún og nýættleiddur sonur hennar Wyatt hefðu kynnst starfi “þeirrar stórkostlegu stofnunar sem heitir WFP”, í viðtali við Drew Barrymore á CNN sjónvarpsstöðinni.
“Wyatt er orðinn hjálparstarfsmaður”, segir Crow sem gert hefur garðinn frægann með lögum á borð við “All I Wanna Do,” “Soak Up the Sun” og “If It Makes You Happy.”
Í einkaviðtali við OK! Tímaritið lofar Crow Barrymore og WFP. “Það er ótrúlegt hve mörg börn WFP fæðir. Drew er öflugur talsmaður.”
Í viðtalinu á CNN sagði Barrymore, góðgerðasendiherra WFP gegn hungri frá kynnum sínum af skólamáltíðaverkefni WFP í Kenýa.
WFP útvegar 20 milljónum barna í 71 ríki skólamáltíðir í því skyni að efla heilbrigðann þroska barna, stuðla að menntun þeirra og gefa þeim framtíðarvon.