Sjálfbær háskólasvæði í allra þágu

Ef háskólasvæði eiga að þróast í samræmi við hin 17 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030, er róttækra breytinga þörf.

Til þess að svo megi verða þurfa þau að taka aukið tillit til umhverfisins, minnka orkunotkun og draga úr mengun, svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú ert háskólanemi eða kennari þá hefur þú ef til vill hugmyndir um hvernig hægt er að stuðla að slíkum breytingum.

Þú getur lagt þín lóð á vogarskálarnar með því að stofna allt að fimm manna lið. Skrásetja þarf liðið og hlaða hugmyndum á vefvettvang sem Agorize hefur skapað. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna stendur að baki hinni svokölluðu CAMPUS 2030 áskorun í samvinnu við Háskólastofnun frönskumælandi ríkja (AUF) með stuðningi UNESCO.

4 þemu

Fjögur þemu hafa verið valin. Búsetuskilyrði námsmanna, háskólasvæðið í borginni, ný þjálfun og stafrænt háskólasvæði. Fimm blaðsíðna tillögu ber að skila inn fyrir 16.febrúar 2020.

Dómnefnd skipuð fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og AUF mun leggja mat á tillögurnar. Liðin hafa síðan frest til 19.apríl til að fullvinna tillögurnar. Verðlaunaafhending verður síðan í júní.

Í verðlaun er viku námsferð til útlanda (fyrir tvo í hverju liði. Innifalið er flug, þjálfun, fundir og húsnæði. Áfangastaður er valinn eftir eðli hvers verkefnis fyrir sig enda markmiðið að sigurvegarar fái að launum tækifæri til náms og þjálfurnar á sínu sviði.

Sjá nánar hér:  https://www.agorize.com/en/challenges/campus-2030

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra