Skilaboð mín frá Hiroshima

0
419
António Guterres í Hiroshima stl.laugardag.
António Guterres í Hiroshima stl.laugardag. Mynd: UN Photo/Ichiro Mae

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna flutti ávarp í Hiroshima í Japan í tilefni af 77 ára afmælis kjarnorkuárásarinnar á borgina. Af því tilefni skrifaði hann grein sem birtist í fjölmörgum blöðum í heiminum, þar á meðal í Fréttablaðinu.

Skilaboð mín frá Hiroshima

-eftir António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna

Síðastliðinn laugardag stóð ég stoltur við hlið Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og íbúHiroshima á minningarathöfn um fordæmalausar hamfarir.

Fyrir sjötíu og sjö árum var kjarnorkusprengjum varpað á íbúa Hiroshima og Nagasaki.

Tíu þúsund konur, börn og karlar voru drepin á augabragði, fuðruðu upp í vítislogum. Byggingar umbreyttust í ryk. Fallegar ár borganna voru litaðar blóði.

Þeir sem lifðu af glímdu við bölvun geislavirkni, og látlaus veikindi auk þess að búa við smán vegna kjarnorkuárásarinnar.

Hibakusha

 António Guterres flytur ávarp í Hiroshima
António Guterres flytur ávarp í Hiroshima. Mynd: UN Photo/Ichiro Mae

Ég naut þess heiðurs að hitta hóp eftirlifenda, svokallaðra hibakusha, en þeim fer óðum fækkandi. Þau sögðu mér frá einstökum hetjudáðum sem þau urðu vitni að þennan skelfilega dag 1945.

 Það er kominn tími til að veraldarleiðtogar öðlist sömu glöggskyggni og hibakusha fólkið og viðurkenni hið sanna eðli kjarnorkuvopna. Þau þjóna engum tilgangi. Þau muni ekki tryggja öryggi eða vernd. Í eðli sínum geta þau einungis valdið dauða og eyðileggingu.

 Þrír fjórðu hlutar aldar eru liðnir frá því sveppalöguð skýin mynduðust fyrir ofan Hiroshima og Nagasaki. Á þessum tíma hefur mannkynið þraukað tíma Kalda stríðsins, og áratugi af fáranlegum línudansi. Nokkrum sinnum hefur mátt minnstu muna að mannkynið yrði gereyðingu að bráð.

Hætta á að lærdómar gleymist

Hiroshima
Föt sem varðveist hafa frá kjarnorkuárásinni. Mynd: UN Photo/Ichiro Mae

 En jafnvel á meðan á fimbulvetri kalda stríðsins stóð, sömdu kjarnorkuveldin um verulega fækkun í kjarnorkuvopnabúrum sínum. Almennt samkomulag var um meginsjónarmið um notkun þeirra, útbreiðslu og tilraunir með kjarnorkuvopn.  

Í dag er hætta á að við séum að gleyma lærdómunum frá 1945.

Nýtt vopnakapphlaup er að færast í aukana og ríkisstjórnir verja hundruð milljarða Bandaríkjadala til að uppfæra  kjarnorkuvopn sín. Nærri 13 þúsund kjarnorkuvopn eru nú í vopnabúrum um allan heim. Deilur færast í vöxt, þar sem kjarnorkvopn eru undirtónn, frá

António Guterres friðarsafnið í Hiroshima
António Guterres friðarsafnið í Hiroshima. Mynd: UN Photo/Ichiro Mae

Miðausturlöndum til Kóreuskaga, að ógleymdri innrás Rússlands í Úkraínu. 

 Enn einu sinni er mannkynið að leika sér með hlaðna byssu. Við erum einum mistökum, einum misskilningi frá dómsdegi.   

 Leiðtogum ber að hætta að berja að dyrum dómsdags og fjarlægja möguleikann á notkun kjarnorkuvopna í eitt skipti fyrir öll.  

Óásættanlegt að viðurkenna möguleikann

 Það er óásættanlegt að ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnum skuli viðurkenna möguleikann á kjarnorkustríði því slíkt myndi hafa í för með sér endalok mannkyns.

Hiroshima
Kjarnorkuárásin á Hiroshima var hin fyrsta í sögunni en 3 dögum síðar var varpað kjarnorkusprengju á Nagasaki.

Að sama skap ber kjarnorkuríkjum að skuldbinda sig til að vera ekki fyrst til að grípa til slíkra vopna. Þeim ber einnig að fullvissa þau ríki sem ekki búa yfir slíkum vopnum, að þau muni hvorki nota né hóta að nota kjarnorkuvopn gegn þeim og vera fullkomlega gegnsæ að öllu leyti. Hótunum verður að linna.

 Þegar upp er staðið er aðeins ein lausn á kjarnorkuvánni: að kasta kjarnorkuvopnum fyrir róða. Þetta þýðir að nýta þarf hvern einasta vettvang viðræðna, stjórnarerindreksturs og samninga til að draga úr spennu og eyðileggja þessi banvænu gereyðingarvopn.

Tíunda endurskoðunarráðstefna Samningsins um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna stendur nú yfir.

 Við sjáum jákvæð teikn á lofti í New York þar sem tíunda endurskoðunarráðstefna Samningsins um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna stendur yfir. Samningurinn er ein ástæða þess að kjarnorkuvopnum hefur ekki verið beitt síðan 1945. Hann felur í sér skuldbindingar um að kjarnorkuafvopnun. Hann getur reynst þungur á metunum í baráttunni fyrir afvopnun, einu leiðarinnar til að eyða þessum skelfilegu vopnum í eitt skipti fyrir öll.

 Og í júní hittust aðilar samningsins um bann við kjarnorkuvopnum í fyrsta skipti til að þróa vegvísi í átt til veraldar sem er laus við þessar vítisvélar.

Við getum ekki lengur samþykkt tilvist vopna sem ógna framtíð mannkyns.

Það er tími til kominn að taka undir boðskap hibakusha fólksins: „Aldrei fleiri Hiroshima! Aldrei fleiri Nagasaki“

Tími útbreiðslu friðar er kominn.

Í sameiningu getum við, skref fyrir skref, fjarlægt þessi vopn af yfirborði jarðar.