Skógi á stærð við Ísland eytt á hverju ári

0
289
Alþjóðlegur dagur skóga
Mynd: Nikolaj Bock/norden.org/ Creative Commons (CC BY-NC-SA 4.0).

Alþjóðegur dagur skóga. Loftslagsbreytingar. Tíu milljónir hektara skóglendis tapast á hverju ári vegna ágangs mannsins, sem er álíka og stærð Íslands. 35 milljónir hektara verða svo skordýrum að bráð árlega. Þetta er afar alvarlegt, ekki síst vegna þess þýðingarmikla hlutverks sem skógar gegna í baráttunni við loftslagsbreytingar. 21.mars er alþjóðlegur dagur skóga.

Ísland er raunar dæmi um náttúruhamfarir af mannavöldum. Sagt var að landið væri skógi vaxið á milli fjalls og fjöru og þótt í því fælust einhverjar ýkjur, er ljóst að skóglendi var töluvert á landnámsöld.

Alþjóðlegur dagur skóga
Börn í Reykjavík.
Vadid Levy/Norden.org/ Creative Commons (CC BY-NC-SA 4.0).

„Þegar landið var numið voru þar birki-skógar og skóglendi, sem þakti 25-40% yfirborðs Íslands,“ segja  Arnór Snorrason og Edda Sigurdís Oddsdóttir, loftslags- og rannsóknarstjórar Skógræktarinnar.

Trén komu auðvitað að notum í eldivið, skipasmíði og byggingarefni eða urðu sísvangri sauðkindinni að bráð. Svo var komið um miðja 20.öld að aðeins 0.5-1% landsins var skógi vaxið. Með öðrum orðum hann var nánast horfinn.

Skógum á Norðurlöndum bjargað

Þótt Ísland sé sérstakt og öfgafullt dæmi, hafa norrænir skógar einnig verið ofnýttir og átt í vök að verjast.

Höfum í hug að nýting skóga hefur átt ríkan þátt í að skapa velsæld og velmegun allra hinna fjögurra Norðurlandanna, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, í mismiklum mæli þó.

Alþjóðlegur dagur skóga
Alþjóðlegur dagur skóga. Mynd: Nikolaj Bock/norden.org/ Creative Commons (CC BY-NC-SA 4.0).

Við lok 19.aldar hafði skóglendi hvarvetni látið mjög á sjá. Skógrækt bjargaði norrænu skógunum og í dag eru rúmlega 70% Finnlands og Svíþjóðar viði vaxið.

Skógþekja í Danmörku hefur þrefaldast frá 1880. Markmið danskra yfirvalda er að auka hana enn um þriðjung fyrir aldarlok þannig að 20% landsins verði skógi vaxinn.

Öll Norðurlöndin hafa uppi metnaðarfullar á áætlanir um að endurheimta tapað skóglendi. Hins vegar gengur á ýmsu og í Finnlandi hefur skógþekja minnkað um 19% síðan um síðustu aldamót.

Það segir sína sögu að aðeins 5% finnska skógarins er 120 ára eða eldir. Og skógurinn er ekki sá sami og áður var því skógrækt í ábataskyni felur í sér einsleita ræktun.

Skæðasta vopn Íslands gegn loftslagsbreytingum

Alþjóðlegur dagur skóga
Skógur í Þýskalandi.

Aðeins 2% Íslands er skógi vaxið og jafnvel sú hóflega tala væri lægri ef ekki kæmi til viðleitni skógræktarinnar og áhugamanna. „Á um 120 árum hefur okkur tekist að snúa þróuninni við. Ef við fáum nægt fé og tíma getum við, er mögulegt að Ísland endurheimti einhvern hluts skógar síns,“ segja Edda og Arnór.

Loftslagsbreytingar eru aukin hvatning til að tvíefla skógræktina. Hún er nefnd sem eitt skæðasta vopn Íslands í baráttuni við lofstlagsbreytingar ásamt baráttu við landrof og endurheimt votlendis.

„Skógrækt getur fangað stóran hluta ef ekki hreinlega allan koltvísýring sem Íslendingar losa, eftir því hve mikið er fjárfest,“ benda Edda og Arnór á.

Alþjóðlegur dagur skóga
Hvalfjörður er ekki eitt skógsælasta svæði landsins. Mynd: Ane Cecilie Blichfeldt/norden.org/Creative Commons (CC BY-NC-SA 4.0).

Þrátt fyrir nokkurn ágreining um meintan grænþvott eru þau sannfærð um að gróðursetning trjáa, sé skilvirk leið til að fanga og hýsa koltvísýring. Hins vegar, er þetta ekki skyndilaus því gróðursett tré fer ekki að þjóna þessu hlutverki fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.

„Það gerist ekkert mikið á meðan tréið er ungt og það tekur tíma að geta mælt virkin þessa,“ segja þau.

Kolefnisbinding með skógrækt er tvímælalaust örugg og góð leið til að binda CO2 úr andrúmsloftinu til langs tíma. Það hlutverk skóga fer líka vel saman við annan ágóða skógræktar svo sem jarðvegsvernd, útivist og timburframleiðslu.“

Lækningarmáttur skógar

 

Alþjóðlegur dagur skóga
Skokkari í Sorgenfrískógi í Danmörku.
Vadid Levy/Norden.org/ Creative Commons (CC BY-NC-SA 4.0).

Þema Alþjóðlegs dags skóga 2023 er „Skógur og heilbrigði.“ The theme for the International day of Forests 2023 is „Forests and health.” Skógar stuðla að heilbrigði okkar. Þeir hreinsa vatn, andrúmsloft, fanga kolefni, sjá manninum fyrir mat og lífsnauðsynlegum lyfjum, og auka vellíðan.

Rannsóknir benda meðal annars til að göngutúr um skóglendi stuðli að lækkun blóðþrýstings og hjartsláttar og magni hýdrókortisón í líkamanum.

Ekki má gleyma því að skógar eiga þátt í að draga úr fátækt og eru lóð á vogarskálar Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.

Þrátt fyrir allan þennan verðmæta vistfræðilega, efnahagslega, félagslega og heilsufarslega ávinning eiga skógar undir högg að sækja vegna elda, farsótta, þurrka og fádæmalauss ruðningisskóga. Það er á okkar valdi að slá hring til varnar þessum ómetanlegu náttúruauðæfum.