Skógar hafa aldrei verið mikilvægari

0
541
Mynd Michael Atkinson/Unsplash

Skógar hýsa fjölbreyttustu vistkerfi heims frá sjónarhóli fjölbreytni lífríkisins. Meir en 80% dýra-, jurta- og skordýrategunda veraldar búa í skógum. 21.mars er Alþjóðlegur dagur skóga.

Skógar þekja 30% yfirborðs jarðar. Þeir eru ekki aðeins búsvæði milljóna tegunda, heldur einnig uppspretta hreins lofts og vatns, og gegna vitaskuld lykilhlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á að nýta má skóga til að frelsa milljarð manna úr fátæktargildru og skapa 80 milljónir grænna starfa.

Mynd: Jeremy Bezanger/Unsplash

Alþjóðlegur dagur skóga er gott tækifæri til að fagna dýralífi skóganna og þeim árangri sem náðst hefur við að vernda þá. Ekki er síður ástæða til að minna á loftslagsbreytingar.

Vörn gegn dýrasjúkdómum

Skógar eru vörn okkar gegn því að bakteríur og veirur flytjist frá dýrum til manna. Eyðing skóga getur því haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu. Talið er að þrír af hverjum nýjum sjúkdómum á borð við HIV og SARS tengist skógareyðingu og annari breytingu landnotkunar.

Mynd: Gryffin/Unsplash

Eitt mikilvægasta hlutverk skóga er að stuðla að stöðugleika loftslagsins. Þeir tempra vistkerfi, vernda fjölbreytni lífríkisins og hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna í kolefnishringrásinni.

Ekki má heldur gleyma að þangað sækir 1.6 milljarður manna lífsafkomu sína og því er það skuggaleg staðreyn að 100 þúsund ferkílómetrar skógar eyðast á hverju ári.

Skógar gegna veigamiklu hlutverki innan Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Í fimmtána markmiðinu, „Líf á landi“ segir að „vernda beri, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.“

Sjá nánar til dæmis:

2021 floods: UN researchers aim to better prepare for climate risks (unric.org)

IPCC report on climate change

UNECE to showcase “Forests for sustainable lifestyles and a circular economy” on International Day of Forests 2022 | UNECE

Forests | Department of Economic and Social Affairs (un.org)